Dagurinn hefur nóttina undir í dag Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 12:30 Lofthjúpur jarðar virkar eins og linsa sem lyftir sólinni upp um eitt sólarþvermál. Því sést sólin á himni áður en hún er raunverulega komin yfir sjóndeildarhringinn. Dagurinn er því örlítið lengri en nóttin, jafnvel á vorjafndægrum. Vísir/Vilhelm Vorjafndægur verða á norðurhveli jarðar klukkan 21:24 í kvöld, 20. mars 2023. Dagur og nótt eru nú um það bil jafnlöng en næsta hálfa árið hefur ljósið vinninginn yfir myrkrið. Sólin er nákvæmlega yfir miðbaug himins á vorjafndægrum. Vorjafndægur og haustjafndægur eru einu dagar ársins sem sólin rís í austri og sest í vestri. Á sama tíma eru haustjafndægur á suðurhveli. Eins og rakið er í grein á Vísindavefnum er þó ekki alveg nákvæmt að segja að dagur og nótt séu jafnlöng á jafndægrum. Dagsbirtan varir örlítið lengur en myrkrið, annars vegar vegna þess hvernig sólin er skilgreind í almanökum og hins vegar vegna áhrifa lofthjúps jarðar á sólarljósið. Sólin er þannig skilgreind sem punktur í almanökum þó að hún sé í raun skífa. Sólarupprás og sólsetur miðast þannig við hvenær punktur í miðju sólarskífunnar kemur upp yfir sjóndeildarhringinn þrátt fyrir að byrjað sé að birta áður. Lofthjúpurinn sveigir einnig ljós frá sólinni þannig að hún birtist í raun á himni áður en hún er komin yfir sjóndeildarhringinn. Þannig flýtir ljósbrot lofthjúpsins ekki aðeins sólarupprás um nokkrar mínútur heldur seinkar sólsetri einnig. Eftir vorjafndægur heldur sólin áfram að hækka á lofti allt fram á sumarsólstöður. Þær verða klukkan 14:47 miðvikudaginn 21. júní í ár. Eftir þær byrjar daginn að stytta aftur. Haustjafndægur í ár verða klukkan 6:49 að morgni 23. september og verður nóttin þá aftur orðin deginum lengri. Geimurinn Vísindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Sólin er nákvæmlega yfir miðbaug himins á vorjafndægrum. Vorjafndægur og haustjafndægur eru einu dagar ársins sem sólin rís í austri og sest í vestri. Á sama tíma eru haustjafndægur á suðurhveli. Eins og rakið er í grein á Vísindavefnum er þó ekki alveg nákvæmt að segja að dagur og nótt séu jafnlöng á jafndægrum. Dagsbirtan varir örlítið lengur en myrkrið, annars vegar vegna þess hvernig sólin er skilgreind í almanökum og hins vegar vegna áhrifa lofthjúps jarðar á sólarljósið. Sólin er þannig skilgreind sem punktur í almanökum þó að hún sé í raun skífa. Sólarupprás og sólsetur miðast þannig við hvenær punktur í miðju sólarskífunnar kemur upp yfir sjóndeildarhringinn þrátt fyrir að byrjað sé að birta áður. Lofthjúpurinn sveigir einnig ljós frá sólinni þannig að hún birtist í raun á himni áður en hún er komin yfir sjóndeildarhringinn. Þannig flýtir ljósbrot lofthjúpsins ekki aðeins sólarupprás um nokkrar mínútur heldur seinkar sólsetri einnig. Eftir vorjafndægur heldur sólin áfram að hækka á lofti allt fram á sumarsólstöður. Þær verða klukkan 14:47 miðvikudaginn 21. júní í ár. Eftir þær byrjar daginn að stytta aftur. Haustjafndægur í ár verða klukkan 6:49 að morgni 23. september og verður nóttin þá aftur orðin deginum lengri.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira