Saksóknari fær frest til að ákveða með ákæru í hryðjuverkamáli Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 15:07 Karl Ingi Vilbergsson er saksóknari í hryðjuverkamálinu svonefnda sem snýst þó þessa stundina aðallega um vopnalagabrot eftir að dómstólar vísuðu hryðjuverkahluta ákærunnar frá. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari fékk sjö vikna frest til þess að taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ný ákæra í máli gegn tveimur karlmönnum sem hann sakaði um tilraun til hryðjuverka. Verjandi annars mannanna segir að koma verði í ljós hvort saksóknara takist að semja ákæru sem haldi vatni. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur sem fjölluðu um hryðjuverk í síðasta mánuði. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í þarsíðustu viku. Eftir standa ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Mennirnir tveir hafa játað vopnalagabrotin að hluta. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir við Vísi að hann hafi óskað eftir fresti til þess að taka afstöðu til þess hvort hann gefi út nýja ákæru í málinu þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómari veitti frest til 8. maí. Samkvæmt lögum hefur ákæruvaldið þrjá mánuði til þess að gefa út nýja ákæru. Saksóknari vildi ekki tjá sig um hversu líklegt hann teldi að gefin yrði út ný ákæra. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að verjendurnir nýti nú tímann og vinni greinargerðir um vopnalagabrotahluta ákærunnar. Þeir hafi ekki gert athugasemdir við að saksóknari fengi frest til að gera upp hug sinn. „Ég get vel skilið að það þurfi langa tíma því það er alls ekki einfalt að búa til ákæru sem nær einhvern veginn að halda vatni,“ segir Sveinn Andri sem hefur verið afar gagnrýninn á meðferð lögreglu og saksóknara á málinu mannanna tveggja. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur sem fjölluðu um hryðjuverk í síðasta mánuði. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu í þarsíðustu viku. Eftir standa ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Mennirnir tveir hafa játað vopnalagabrotin að hluta. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir við Vísi að hann hafi óskað eftir fresti til þess að taka afstöðu til þess hvort hann gefi út nýja ákæru í málinu þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómari veitti frest til 8. maí. Samkvæmt lögum hefur ákæruvaldið þrjá mánuði til þess að gefa út nýja ákæru. Saksóknari vildi ekki tjá sig um hversu líklegt hann teldi að gefin yrði út ný ákæra. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir að verjendurnir nýti nú tímann og vinni greinargerðir um vopnalagabrotahluta ákærunnar. Þeir hafi ekki gert athugasemdir við að saksóknari fengi frest til að gera upp hug sinn. „Ég get vel skilið að það þurfi langa tíma því það er alls ekki einfalt að búa til ákæru sem nær einhvern veginn að halda vatni,“ segir Sveinn Andri sem hefur verið afar gagnrýninn á meðferð lögreglu og saksóknara á málinu mannanna tveggja.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira