„Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2023 07:31 Gunnar Nelson er kominn aftur á kortið í UFC. vísir/sigurjón Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði MMA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Gunnar átti ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu, en aðeins voru nokkrar sekúndur eftir af lotunni þegar sigurinn var í höfn. Gunnar var mættur í Mjölni innan við 48 klukkustundum frá bardaganum og beint í vinnuna. „Lífið heldur bara áfram. Þetta er bara það sem maður þekkir og mín rútína og best að komast bara í hana sem fyrst,“ segir Gunnar í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær. Var sem betur fer nálægt sínu horni „Mér líður frábærlega eftir þennan sigur. Það gekk allt upp og mikið af því sem við höfum verið að vinna með síðustu ár. Ég er í raun alltaf klár í bardaga núna, þannig er formið á mér.“ Eins og áður segir kláraði Gunnar bardagann þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af lotunni. „Ég heyrði mjög vel í horninu mínu og það var líka helvíti heppilegt að ég var þarna á þessum tímapunkti alveg við hornið mitt. Ég heyrði mjög skýrt í John [Kavanagh] þjálfara og hann öskraði á mig, Gunni það eru tuttugu sekúndur eftir „shots and armbar“ og það var eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði, í þeirri röð. Ég olnbogaði hann í kjálkann og svo tók ég höndina á honum. Þegar maður er þarna inni þá gerist þetta alltaf miklu hægar en þegar ég horfði á bardagann aftur þá gerist þetta allt rosalega hratt. Ég vissi samt að það var mjög lítill tími eftir og þegar ég dreg höndina hans aftur þá finna ég ekki að hann er búinn að gefast upp. Dómarinn kemur bara og ég hélt í smá stund að lotan hafi verið að klára. Svo lít ég í hornið mitt og átta mig á því að ég hafði unnið,“ segir Gunnar. Mörg augu á mér Gunnar er bjartsýnn á framhaldið og sér fyrir sér titilbardaga í nánustu framtíð.„Svona sigur er ákveðin yfirlýsing. Þú færð rosalega umfjöllun og það eru mörg augu á þér. Þetta setur ákveðin skilaboð inn í veltivigtina sem er svolítið opin núna og búin að opnast töluvert þannig að þetta setur mig í sterka stöðu. Ég myndi halda að annar svona sigur eins og þessi og rétta hype-ið þá gæti það verið nóg til að ég fái titilbardaga en maður veit aldrei.“ Klippa: Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði
MMA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni