Nokkuð í gjaldtöku og hún ekki úr lausu lofti gripin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 06:31 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Stúdentar mótmæltu í gærmorgun fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands. Rektor segir málið eiga sér langan aðdraganda. Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“ Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“
Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45
Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50