Nokkuð í gjaldtöku og hún ekki úr lausu lofti gripin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 06:31 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Stúdentar mótmæltu í gærmorgun fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands. Rektor segir málið eiga sér langan aðdraganda. Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“ Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“
Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45
Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50