Sport

Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gaman saman.
Gaman saman. Jeff Bottari/Getty Images

Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC.

Gunnar Nelson var ekki lengi að koma sér heim eftir frækinn sigur í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld þar sem UFC 286 fór fram. Í dag, mánudag, var hann mættur í „dagvinnuna“ sína í Mjölni eins og kom fram á Stöð 2 og Vísi fyrr í kvöld.

Þá er Gunnar búinn að fara yfir bardagann með teymi sínu. Var það innslag nýjasta þáttar af „The Grind“ en þar mátti fylgjast með Gunnari í aðdraganda bardagans og svo nú að bardaga loknum.

„Hann er alltaf með þessa, ekki stress en hálfvandræðalega orku í byrjun. Maður á erfitt með að átta sig á fjarlægð og tímasetningu,“ sagði Gunnar um upphaf bardagans gegn Bryan Barberena.

Það tók Gunnar greinilega ekki það langan tíma að reikna allt út þar sem hann kláraði Barberena strax í 1. lotu.

„Um leið og ég næ honum niður fer ég í hring svo ég sé upp við búrið. Það er mjög sterk staða að vera í. Ef hann er við búrið þá er auðveldara fyrir hann að komast upp.“

„Þarna byrjar hann að pota í mig, ég horfði á hann og fannst það fyndið. Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig. Hann fer að hlæja, ég fer að hlæja og það lætur hann hlæja meira.“

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Gunnar á ensku fara yfir bardagann skref fyrir skref.

MMA

Tengdar fréttir

Frammi­staða kvöldsins á­gætis bú­bót fyrir Gunnar

Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×