Baldur Sig sá mikinn mun á fjármagni, leikmannaveltu og leikstíl félaganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2023 11:01 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari nýliða Fylkis, á skrifstofu sinni í Árbænum. S2 Sport Baldur Sigurðsson hefur nú heimsótt tvö lið í þáttaröðinni „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 Sport fram að Íslandsmótinu. Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Kattspyrnusérfræðingurinn tekur þátt í æfingum liðanna og ræðir svo við þjálfara og aðra sem tengjast liðunum. Í fyrstu tveimur þáttunum heimsótti hann Íslandsmeistara Breiðabliks og svo nýliða Fylkis. Hann sér mikinn mun á þessum félögum sem þarf ekki að koma á óvart. Annað liðið hefur verið í hópi allra bestu liða landsins í nokkurn tíma en hitt að mæta aftur í hóp þeirra bestu. „Við erum búinn að sjá Breiðablik og Fylki í fyrstu tveimur þáttunum og óhætt að segja að það er mikill munur á þeim. Við getum horft á fjármagn, leikmannaveltu og leikstíl svo eitthvað sé nefnt. Á meðan Blikar eru búnir að fá inn mikið af leikmönnum og misst þó nokkra líka að þá sjáum við að Rúnar og Fylkismenn eru að vinna með töluvert minna fjármagn og ætla sér að treysta, að mestu, á liðið sem fór upp úr Lengjudeildinni í fyrra,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu góða aðstöðu Fylkismenn hafa og Rúnar hefur verið duglegur að bæta hana síðan hann kom. Það eru nefnilega oft svona smáatriði hér og þar eins og í aðstöðumálum sem geta fært allt upp á næsta stig,“ sagði Baldur. „Svo er nokkuð ljóst að það er mikill hagur í því að hafa höll innan seilingar eins og veðrið hefur verið í vetur. Blikarnir gátu tekið ákvörðun um að færa æfinguna inn í Fífuna á meðan Fylkir höfðu í raun engra annarra kosta völ en að fara út í bylinn eða fara bara inn og lyfta,“ sagði Baldur. Það má sjá brot úr þættinum um Fylki hér fyrir neðan. Þar fer Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, yfir aðstöðuna hjá Fylkismönnum. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga en þú ert bankandi á hurðina hjá stjórnarmönnum. Þú vilt fá tvo til þrjá leikmenn í viðbót,“ sagði Baldur Rúnar en svarið og framhaldið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þú sért að ljúga
Besta deild karla Fylkir Breiðablik Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira