Uppsögn vegna persónulegra lána dæmd ólögleg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. mars 2023 11:46 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi aðstoðarverslunarstjóri í verslun í Reykjavík fær 2,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætar uppsagnar. Starfsmaðurinn hafði slegið persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum í aðdraganda uppsagnarinnar. Héraðsdómur telur að ekki hafi verið rétt staðið að starfslokum starfsmannsins. Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins. Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Málið má rekja til þess að umræddur aðstoðarverslunarstjóri var kallaður til fundar með mannauðsstjóra fyrirtækisins, sem er ótilgreint í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þar bauð mannauðsstjórinn starfsmanninum að skrifa undir starfslokasamning, sem fæli í sér að hún myndi ljúka störfum samdægurs. Tekist var á það um fyrir dómi hvort að umræddur starfslokasamningur hafi falið í sér ólögmæta uppsögn eða ekki. Aðstoðarverslunarstjórinn fyrrverandi taldi svo vera. Hún hafi verið grunlaus um að ræða ætti starfsflok á umræddum fundi. Þá hafi hún verið í andlegu ójafnvægi á þeim tíma er starfslokasamningurinn var undirritaður, þvó hafi hún hafi verið ófær um að meðtaka með skýrum hætti aðstæður á umræddum fundi. Starfslokin rakin til persónulegra lána til starfsmannsins frá öðrum starfsmönnum Upplifun starsmannsins hafi verið sú að ekki væri annað í boði en að skrifa undir umræddan starfslokasamning. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að starfslok starfsmannsins eigi rætur að rekja til hegðunar hans sjálfs og samskiptum við aðra starfsmenn. Í dóminum kemur fram að starfsmaðurinn hafi um skamma hríð, í aðdraganda uppsagnarinnar, slegið nokkur persónuleg lán hjá öðrum starfsmönnum verslunarinnar. Að öðru leyti hafi hann staðið sig vel þau fimm ár sem viðkomandi hafði starfað hjá fyrirtækinu. Ekki staðið rétt að starfslokunum Í mati dómsins um það hvort að undirritun starfslokasamnings hafi falið í sér uppsögn segir að skammur aðdragandi fundarins og undirbúningur hans, og hversu skamman tíma fundurinn tók, tæpan hálftíma, hafi starfsmanninum í raun verið sagt upp. Þá þurfti dómurinn að meta hvort að umrædd uppsögn hafi verið ólögleg. Segir í dómi héraðsdóms að rökrétt skref vinnuveitandans við umræddri hegðun starfsmannsins um að óska eftir lánum frá samstarfsmönnum hefði verið að ræða við viðkomandi. Óska eftir því að starfsmaðurinn léti af slíkri hegðun og endurgreiddi lánin. Þá hafi einnig getað komið til greina að veita starfsmanninum áminningu. Að auki hafi ekki verið leitað annarra leiða til þess að leysa málið, en að segja starfsmanninum upp. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið rétt staðið að uppsögninni. Var starfsmanninum því dæmdar 1,8 milljónir króna í bætur vegna fjártjóns og 700 þúsund krónur í miskabætur vegna málsins.
Verslun Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira