Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir FH 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari upp um þrjú sæti frá því í fyrra. Síðasta tímabil var martröð líkast í Kaplakrika. Eftir að hafa unnið Lengjubikarinn gekk ekkert upp hjá liðinu, það var með þrjá þjálfara, var í fallsæti eftir 22 umferðir og bjargaði sér á endanum frá falli á markatölu. Samt komst FH í bikarúrslit og var ekki langt frá því að vinna Víking þar. En þetta var samt versta tímabil FH á þessari öld og við því þurfti að bregðast. Það gerðu FH-ingar með því að hringja í Heimi Guðjónsson, fyrrverandi leikmann, fyrirliða, aðstoðarþjálfara, þjálfara og andlit gullaldarskeiðs FH. Heimi var fagnað sem frelsara þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari FH og ljóst að hann er enn í miklum metum hjá fólki í Krikanum. Úlfur Ágúst Björnsson og Vuk Oskar Dimitrijevic verða í stóru hlutverki í sóknarleik FH.vísir/hulda margrét Nærvera Heimis ein og sér lagar samt ekki vandamál FH. Fimleikafélagið gerði ágætlega á félagaskiptamarkaðnum en það eru enn holur í leikmannahópnum, sérstaklega í vörninni og sókninni. Aldurssamsetningin er betri en hún hefur verið undanfarin ár en það gæti tekið tvo til þrjá „félagaskiptaglugga“ til að koma henni í eðlilegt horf. Yfir FH vofir hins vegar kæra vegna vangreiddra launa sem gæti ef allt fer á versta veg fyrir félagið kostað félagaskiptabann. Heimir stefnir á að koma FH aftur á sinn gamla stað í íslenska boltanum en miðað við hvernig hann hefur talað í viðtölum í aðdraganda virðist hann meðvitaður um að endurreisn Fimleikafélagsins gæti tekið sinn tíma og það ferli gæti krafist talsverðrar þolinmæði. En hún er oft dyggð. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu fimm sætum neðrar en þeim var spáð (5. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 50 prósent stiga í húsi (3 af 6) Maí: 22 prósent stiga í húsi (4 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (2 af 6) Júlí: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Ágúst: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) September: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Október: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 11. sæti (19 stig) Úrslitakeppni: 4. sæti í neðri deild (6 stig) - Besti dagur: 15. október Fóru langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni með 3-2 sigri á Keflavík á útivelli sem var fyrsti útisigur tímabilsins og það í þrettándu tilraun. Versti dagur: 14. ágúst Töpuðu 4-1 á móti ÍBV í Eyjum, höfðu aðeins náð í eitt stig samanlagt úr síðustu sex leikjum og ekki unnið deildarleik í þrjá mánuði. - Tölfræðin Árangur: 10. sæti (25 stig) Sóknarleikur: 10. sæti (36 mörk skoruð) Varnarleikur: 6. sæti (46 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 7. sæti (19 stig) Árangur á útivelli: 12. sæti (6 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (10. til 15. október) Flestir tapleikir í röð: 3 (3. til 14. ágúst) Markahæsti leikmaður: Matthías Vilhjálmsson 9 Flestar stoðsendingar: Björn Daníel Sverrisson og Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Þáttur í flestum mörkum: Matthías Vilhjálmsson 14 Flest gul spjöld: Kristinn Freyr Sigurðsson 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Sindri Kristinn Ólafsson (f. 1997): Er í fyrsta skipti að spila utan Keflavíkur og þarf að vissu leyti að sanna sig upp á nýtt. Hefur verið einn efnlegasti markvörður landsins í dágóða stund en nú þarf að taka skrefið úr því að vera efnilegur í að vera góður. Dani Hatakka (f. 1994): Kom inn í deildina af miklum krafti á síðustu leiktíð og mikill happafengur fyrir FH að næla í finnska varnarmanninn frá Keflavík. Hefur verið að spila hægri bakvörð á undirbúningstímabilinu en verður forvitnilegt að sjá hvort hann færist í miðvörðinn þegar líður á tímabilið. Logi Hrafn Róbertsson (f. 2004): Einn áhugaverðasti leikmaður deildarinnar. Spilar miðvörð með U-21 árs landsliði Íslands en er djúpur á miðju hjá FH. Fékk smjörþef af efstu deild sumarið 2019 en nú er kominn tími til að taka byrjunarliðssæti með báðum höndum og gera sig ómissandi. Fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem komst á EM. FH-ingar reiða sig mikið á Sindra Kristin Ólafsson, Dani Hatakka og Loga Hrafn Róbertsson.vísir/vilhelm/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti FH-ingar hafa gert spennandi breytingar á sínum leikmannahópi í vetur og verður fróðlegt að sjá hvernig nýir menn fóta sig í Firðinum. Sindri Kristinn Ólafsson og Dani Hatakka komu úr Keflavík eftir að hafa verið algjörir lykilmenn þar. Sindri fyllir í skarðið fyrir Gunnar Nielsen í markinu og hinn finnski Hatakka gæti verið miðvörðurinn sem FH hefur vantað svo lengi. FH-ingar hafa einnig styrkt vörnina með því að næla í Gyrði Hrafn Guðbrandsson úr Breiðholtinu. Kjartan Kári Halldórsson og hinn finnski Eetu Mömmö eru báðir ungir og spennandi leikmenn. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Gróttu í fyrra og kom sér út í atvinnumennsku, og Mömmö er örvfættur kantmaður og vængbakvörður sem líkt og Kjartan kemur að láni í Krikann. FH missti vissulega þungavigtarleikmenn á borð við Matthías Vilhjálmsson, Guðmund Kristjánsson og Kristin Frey Sigurðsson en spurningin er hvort þessar breytingar hafi ekki einfaldlega þurft til að liðið spyrni sér frá botninum. Og reynslan er enn til staðar í félaginu, ekki síst með tilkomu Kjartans Henrys Finnbogasonar sem eflaust er fullur eftirvæntingar að láta til sín taka eftir þá meðferð sem hann fékk í Vesturbænum í fyrra. Hversu langt er síðan að FH .... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2016) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2010) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2020) ... féll úr deildinni: 28 ár (1995) ... átti markakóng deildarinnar: 3 ár (Steven Lennon 2020) ... átti besta leikmann deildarinnar: 3 ár (Steven Lennon 2020) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 16 ár (Matthías Vilhjálmsson 2007) FH-ingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í þriðja sæti í B-deildinni og komust ekki upp. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í þriðja sæti í B-deildinni og komust ekki upp. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í öðru sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í öðru sæti í A-deildinni og töpuðu bikarúrslitaleik. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í öðru sæti í A-deildinni. Að lokum Steven Lennon komst í hundrað marka klúbbinn á síðasta tímabil en gerði aðeins þrjú mörk í Bestu deildinni.vísir/hulda margrét FH-ingar þurfa að svara fyrir skelfingu síðasta tímabils, ná vopnum sínum og öðlast sjálfsvirðinguna á nýjan leik. Þetta sumar á að vera sumar endurreisnar í Kaplakrika. Það er líka eins gott því ef FH gerir verr en í fyrra fellur liðið einfaldlega. Heimir er mættur aftur „heim“ og þótt endurkomur í þjálfun séu ekki alltaf góð hugmynd er þetta líklega nákvæmlega það sem báðir aðilar þurfa á að halda. Síðustu tvö ár hafa verið erfið fyrir Heimi og þrátt fyrir að vera sigursælasti þjálfari seinni ára í íslenskum fótbolta þarf hann einnig á smá endurreisn að halda eins og FH. Leikmannahópur FH er ekki fullkominn og það vantar enn sárlega miðvörð í hann. En liðið ætti samt að vera nógu sterkt til að forðast mestu fallbaráttuna og ef allt gengur upp komist í efri hlutann. Besta deild karla FH Tengdar fréttir Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00 Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01 Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með heilli umferð á annan í páskum, mánudaginn 10. apríl. Breiðablik á titil að verja en liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn í fyrra. Íþróttadeild spáir FH 7. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið fari upp um þrjú sæti frá því í fyrra. Síðasta tímabil var martröð líkast í Kaplakrika. Eftir að hafa unnið Lengjubikarinn gekk ekkert upp hjá liðinu, það var með þrjá þjálfara, var í fallsæti eftir 22 umferðir og bjargaði sér á endanum frá falli á markatölu. Samt komst FH í bikarúrslit og var ekki langt frá því að vinna Víking þar. En þetta var samt versta tímabil FH á þessari öld og við því þurfti að bregðast. Það gerðu FH-ingar með því að hringja í Heimi Guðjónsson, fyrrverandi leikmann, fyrirliða, aðstoðarþjálfara, þjálfara og andlit gullaldarskeiðs FH. Heimi var fagnað sem frelsara þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari FH og ljóst að hann er enn í miklum metum hjá fólki í Krikanum. Úlfur Ágúst Björnsson og Vuk Oskar Dimitrijevic verða í stóru hlutverki í sóknarleik FH.vísir/hulda margrét Nærvera Heimis ein og sér lagar samt ekki vandamál FH. Fimleikafélagið gerði ágætlega á félagaskiptamarkaðnum en það eru enn holur í leikmannahópnum, sérstaklega í vörninni og sókninni. Aldurssamsetningin er betri en hún hefur verið undanfarin ár en það gæti tekið tvo til þrjá „félagaskiptaglugga“ til að koma henni í eðlilegt horf. Yfir FH vofir hins vegar kæra vegna vangreiddra launa sem gæti ef allt fer á versta veg fyrir félagið kostað félagaskiptabann. Heimir stefnir á að koma FH aftur á sinn gamla stað í íslenska boltanum en miðað við hvernig hann hefur talað í viðtölum í aðdraganda virðist hann meðvitaður um að endurreisn Fimleikafélagsins gæti tekið sinn tíma og það ferli gæti krafist talsverðrar þolinmæði. En hún er oft dyggð. Síðasta sumar í tölum Væntingarstuðullinn: Enduðu fimm sætum neðrar en þeim var spáð (5. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 50 prósent stiga í húsi (3 af 6) Maí: 22 prósent stiga í húsi (4 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (2 af 6) Júlí: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Ágúst: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) September: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Október: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 11. sæti (19 stig) Úrslitakeppni: 4. sæti í neðri deild (6 stig) - Besti dagur: 15. október Fóru langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni með 3-2 sigri á Keflavík á útivelli sem var fyrsti útisigur tímabilsins og það í þrettándu tilraun. Versti dagur: 14. ágúst Töpuðu 4-1 á móti ÍBV í Eyjum, höfðu aðeins náð í eitt stig samanlagt úr síðustu sex leikjum og ekki unnið deildarleik í þrjá mánuði. - Tölfræðin Árangur: 10. sæti (25 stig) Sóknarleikur: 10. sæti (36 mörk skoruð) Varnarleikur: 6. sæti (46 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 7. sæti (19 stig) Árangur á útivelli: 12. sæti (6 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (10. til 15. október) Flestir tapleikir í röð: 3 (3. til 14. ágúst) Markahæsti leikmaður: Matthías Vilhjálmsson 9 Flestar stoðsendingar: Björn Daníel Sverrisson og Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Þáttur í flestum mörkum: Matthías Vilhjálmsson 14 Flest gul spjöld: Kristinn Freyr Sigurðsson 8 Liðið og lykilmenn grafík/hjalti Sindri Kristinn Ólafsson (f. 1997): Er í fyrsta skipti að spila utan Keflavíkur og þarf að vissu leyti að sanna sig upp á nýtt. Hefur verið einn efnlegasti markvörður landsins í dágóða stund en nú þarf að taka skrefið úr því að vera efnilegur í að vera góður. Dani Hatakka (f. 1994): Kom inn í deildina af miklum krafti á síðustu leiktíð og mikill happafengur fyrir FH að næla í finnska varnarmanninn frá Keflavík. Hefur verið að spila hægri bakvörð á undirbúningstímabilinu en verður forvitnilegt að sjá hvort hann færist í miðvörðinn þegar líður á tímabilið. Logi Hrafn Róbertsson (f. 2004): Einn áhugaverðasti leikmaður deildarinnar. Spilar miðvörð með U-21 árs landsliði Íslands en er djúpur á miðju hjá FH. Fékk smjörþef af efstu deild sumarið 2019 en nú er kominn tími til að taka byrjunarliðssæti með báðum höndum og gera sig ómissandi. Fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem komst á EM. FH-ingar reiða sig mikið á Sindra Kristin Ólafsson, Dani Hatakka og Loga Hrafn Róbertsson.vísir/vilhelm/hulda margrét Markaðurinn grafík/hjalti FH-ingar hafa gert spennandi breytingar á sínum leikmannahópi í vetur og verður fróðlegt að sjá hvernig nýir menn fóta sig í Firðinum. Sindri Kristinn Ólafsson og Dani Hatakka komu úr Keflavík eftir að hafa verið algjörir lykilmenn þar. Sindri fyllir í skarðið fyrir Gunnar Nielsen í markinu og hinn finnski Hatakka gæti verið miðvörðurinn sem FH hefur vantað svo lengi. FH-ingar hafa einnig styrkt vörnina með því að næla í Gyrði Hrafn Guðbrandsson úr Breiðholtinu. Kjartan Kári Halldórsson og hinn finnski Eetu Mömmö eru báðir ungir og spennandi leikmenn. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Gróttu í fyrra og kom sér út í atvinnumennsku, og Mömmö er örvfættur kantmaður og vængbakvörður sem líkt og Kjartan kemur að láni í Krikann. FH missti vissulega þungavigtarleikmenn á borð við Matthías Vilhjálmsson, Guðmund Kristjánsson og Kristin Frey Sigurðsson en spurningin er hvort þessar breytingar hafi ekki einfaldlega þurft til að liðið spyrni sér frá botninum. Og reynslan er enn til staðar í félaginu, ekki síst með tilkomu Kjartans Henrys Finnbogasonar sem eflaust er fullur eftirvæntingar að láta til sín taka eftir þá meðferð sem hann fékk í Vesturbænum í fyrra. Hversu langt er síðan að FH .... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2016) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2010) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2020) ... féll úr deildinni: 28 ár (1995) ... átti markakóng deildarinnar: 3 ár (Steven Lennon 2020) ... átti besta leikmann deildarinnar: 3 ár (Steven Lennon 2020) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 16 ár (Matthías Vilhjálmsson 2007) FH-ingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í þriðja sæti í B-deildinni og komust ekki upp. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í þriðja sæti í B-deildinni og komust ekki upp. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í öðru sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í öðru sæti í A-deildinni og töpuðu bikarúrslitaleik. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í öðru sæti í A-deildinni. Að lokum Steven Lennon komst í hundrað marka klúbbinn á síðasta tímabil en gerði aðeins þrjú mörk í Bestu deildinni.vísir/hulda margrét FH-ingar þurfa að svara fyrir skelfingu síðasta tímabils, ná vopnum sínum og öðlast sjálfsvirðinguna á nýjan leik. Þetta sumar á að vera sumar endurreisnar í Kaplakrika. Það er líka eins gott því ef FH gerir verr en í fyrra fellur liðið einfaldlega. Heimir er mættur aftur „heim“ og þótt endurkomur í þjálfun séu ekki alltaf góð hugmynd er þetta líklega nákvæmlega það sem báðir aðilar þurfa á að halda. Síðustu tvö ár hafa verið erfið fyrir Heimi og þrátt fyrir að vera sigursælasti þjálfari seinni ára í íslenskum fótbolta þarf hann einnig á smá endurreisn að halda eins og FH. Leikmannahópur FH er ekki fullkominn og það vantar enn sárlega miðvörð í hann. En liðið ætti samt að vera nógu sterkt til að forðast mestu fallbaráttuna og ef allt gengur upp komist í efri hlutann.
Væntingarstuðullinn: Enduðu fimm sætum neðrar en þeim var spáð (5. sæti) í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir mót. - Sumarið 2022 eftir mánuðum: Apríl: 50 prósent stiga í húsi (3 af 6) Maí: 22 prósent stiga í húsi (4 af 18) Júní: 33 prósent stiga í húsi (2 af 6) Júlí: 17 prósent stiga í húsi (2 af 12) Ágúst: 27 prósent stiga í húsi (4 af 15) September: 44 prósent stiga í húsi (4 af 9) Október: 40 prósent stiga í húsi (6 af 15) Sumarið 2022 eftir hlutum mótsins: Deildarkeppni: 11. sæti (19 stig) Úrslitakeppni: 4. sæti í neðri deild (6 stig) - Besti dagur: 15. október Fóru langt með að tryggja sér áframhaldandi sæti í deildinni með 3-2 sigri á Keflavík á útivelli sem var fyrsti útisigur tímabilsins og það í þrettándu tilraun. Versti dagur: 14. ágúst Töpuðu 4-1 á móti ÍBV í Eyjum, höfðu aðeins náð í eitt stig samanlagt úr síðustu sex leikjum og ekki unnið deildarleik í þrjá mánuði. - Tölfræðin Árangur: 10. sæti (25 stig) Sóknarleikur: 10. sæti (36 mörk skoruð) Varnarleikur: 6. sæti (46 mörk fengin á sig) Árangur á heimavelli: 7. sæti (19 stig) Árangur á útivelli: 12. sæti (6 stig) Flestir sigurleikir í röð: 2 (10. til 15. október) Flestir tapleikir í röð: 3 (3. til 14. ágúst) Markahæsti leikmaður: Matthías Vilhjálmsson 9 Flestar stoðsendingar: Björn Daníel Sverrisson og Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Þáttur í flestum mörkum: Matthías Vilhjálmsson 14 Flest gul spjöld: Kristinn Freyr Sigurðsson 8
Hversu langt er síðan að FH .... ... varð Íslandsmeistari: 7 ár (2016) ... varð bikarmeistari: 13 ár (2010) ... endaði á topp þrjú: 3 ár (2020) ... féll úr deildinni: 28 ár (1995) ... átti markakóng deildarinnar: 3 ár (Steven Lennon 2020) ... átti besta leikmann deildarinnar: 3 ár (Steven Lennon 2020) ... átti efnilegasta leikmann deildarinnar: 16 ár (Matthías Vilhjálmsson 2007)
FH-ingar á árum áður Fyrir fimmtíu árum (1973): Urðu í þriðja sæti í B-deildinni og komust ekki upp. Fyrir fjörutíu árum (1983): Urðu í þriðja sæti í B-deildinni og komust ekki upp. Fyrir þrjátíu árum (1993): Urðu í öðru sæti í A-deildinni. Fyrir tuttugu árum (2003): Urðu í öðru sæti í A-deildinni og töpuðu bikarúrslitaleik. Fyrir tíu árum (2013): Urðu í öðru sæti í A-deildinni.
Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Þurfa fimm rétta úr útlendingalottóinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. 27. mars 2023 10:00
Besta-spáin 2023: Með sama nesti og sömu skó í Lautarferð Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 24. mars 2023 10:01
Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 23. mars 2023 10:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti