Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. mars 2023 21:21 Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins. aðsend Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira