Skoðun

Hefur ríkið nú þegar lögleitt lágmark tekna?

Óskar Guðmundsson skrifar

Þetta er sennilega ein stærsta spurning samtímans.

Hefur ríkið nú þegar lögleitt að lágmark tekna (heildarlauna) á Íslandi skuli vera 427.540 krónur fyrir árið 2023?

Útreikningurinn og röksemdafærslan þar að er ekki sérlega flókinn.

Til þess að greiða út úr söfnunarkerfi lífeyrissjóðs lágmarkslífeyri TR að upphæð 307.829 krónur þarf yfir stafsævina að hafa meðaltekjur upp á að lágmarki 427.540 krónur. Um slíkt eru lög í landinu og hafa þau númer 129/1997 og heita ”Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda”. Upphæð lífeyris hverju sinni er samkvæmt lögum 100/2007 og fyrir 2023, reglugerð 1438/2022.

Formúlan fyrir lágmarkinu er einföld.

Ellilífeyrir TR deilt með ætlaðri 72% tyggingavernd.

307.829 / 0.72 = 427.540.

427.540

Í dag er það sem ber í milli fjármagnað af skattfé.

Það er amk 354% dýrara að staðgreiða muninn en að spara, eins og lög segja þó til um.

Útreikningur þar að er líka einfaldur.

78% lífeyris er 3.5% ávöxtun til 40 ára en 22% er uppsafnaður höfuðstóll.

78/22 = 3.54 eða 354%.

Í tilfelli þess sem er öryrki alla ævi er munurinn enn meiri eða 488%.

Höfundur er áhugamaður um réttindi öryrkja.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×