Aldrei fleiri grunsamlegir leikir og aldrei fleirum refsað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 13:30 Fótbolti er vinsælasta íþrótt heims og langflestir af grunsamlegu leikjunum á síðasta ári voru í fótbolta. Getty Yfir 1.000 leikir, í hinum ýmsu greinum, fóru fram á síðasta ári þar sem grunur leikur á um hagræðingu úrslita. Leikirnir hafa aldrei verið fleiri en sömuleiðis hefur aldrei fleirum verið refsað fyrir svindl með því að hafa ólögleg áhrif á leiki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir. Fjárhættuspil Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir.
Fjárhættuspil Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Sjá meira