Aldrei fleiri grunsamlegir leikir og aldrei fleirum refsað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 13:30 Fótbolti er vinsælasta íþrótt heims og langflestir af grunsamlegu leikjunum á síðasta ári voru í fótbolta. Getty Yfir 1.000 leikir, í hinum ýmsu greinum, fóru fram á síðasta ári þar sem grunur leikur á um hagræðingu úrslita. Leikirnir hafa aldrei verið fleiri en sömuleiðis hefur aldrei fleirum verið refsað fyrir svindl með því að hafa ólögleg áhrif á leiki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir. Fjárhættuspil Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir.
Fjárhættuspil Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Sjá meira