Aldrei fleiri grunsamlegir leikir og aldrei fleirum refsað Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 13:30 Fótbolti er vinsælasta íþrótt heims og langflestir af grunsamlegu leikjunum á síðasta ári voru í fótbolta. Getty Yfir 1.000 leikir, í hinum ýmsu greinum, fóru fram á síðasta ári þar sem grunur leikur á um hagræðingu úrslita. Leikirnir hafa aldrei verið fleiri en sömuleiðis hefur aldrei fleirum verið refsað fyrir svindl með því að hafa ólögleg áhrif á leiki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir. Fjárhættuspil Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Sportradar birti í dag en fyrirtækið er leiðandi í heiminum þegar kemur að því að kanna heilindi í íþróttum, með tilliti til veðmála. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru UEFA, FIA, MLB og NBA. Frá því að Sportradar hóf árið 2005 að greina leiki með tilliti til þess hvort að úrslitum hefði mögulega verið hagrætt hafa grunsamlegir leikir þar til nú aldrei náð yfir 1.000 á einu ári. Árið 2022 voru þeir hins vegar alls 1.212 og er það aukning um 34% frá árinu áður. Af þessum leikjum voru 1.188 leikir í íþróttum karla en 24 í íþróttum kvenna, og voru langflestir leikir í fótbolta eða 775 talsins. Mikil aukning var þó í fjölda grunsamlegra körfuboltaleikja og voru þeir alls 220. Ef horft er til einstakra landa þá voru flestir grunsamlegir leikir í Brasilíu eða 152, og næstflestir í Rússlandi eða 92. Í Evrópu voru Tékkland (56 leikir), Grikkland (40) og Pólland (36) með flesta grunsamlega leiki á síðasta ári. Sportradar segir að nú sé algengara að þeir sem svindli í íþróttum finnist og þeim sé refsað. Í skýrslunni segir að á árinu 2022 hafi í 169 tilvikum verið refsað vegna veðmála, í samtals 21 landi þar sem notast hafi verið við upplýsingar frá Sportradar. Það er meira en tvöföld aukning frá árinu 2021. Kerfi Sportradar greindi yfir 850.000 leiki í yfir 70 íþróttagreinum um allan heim. Í yfir 99,5% leikjanna var enginn grunur um að eitthvað óeðlilegt hefði átt sér stað og ef horft er til einstakra íþróttagreina voru hvergi meira en 1% leikja taldir grunsamlegir.
Fjárhættuspil Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ FC Kaupmannahöfn vann tvöfalt Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum Sjá meira