Lét fjarlægja fylliefnin og varar ungt fólk við Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. mars 2023 13:15 Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni út vörum, kinnbeinum og kjálka. Getty/Skjáskot Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni úr andliti sínu og hefur líklega sjaldan litið betur út. Hún sýndi frá öllu ferlinu á Instagram og varar ungt fólk við því að fá sér fyllingar. Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty
Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01
Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30