Fótbolti

Maður hand­tekinn á lands­lið­s­æfingu Svía

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic er kominn aftur inn í sænska landsliðið en öryggisverðirnir sofnuðu eitthvað á verðinum á Friends Arena.
Zlatan Ibrahimovic er kominn aftur inn í sænska landsliðið en öryggisverðirnir sofnuðu eitthvað á verðinum á Friends Arena. Getty/David S. Bustamante

Lögreglan handtók í dag mann sem hafði laumað sér inn á sænska þjóðarleikvanginn á meðan sænska landsliðið var að æfa.

Sænska landsliðið er að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM 2024 en Zlatan Ibrahimovic er aftur kominn inn í liðið.

Aftonbladet

Það er ljóst að öryggisgæslan á svæðinu var ekki upp það besta.

Aftonbladet sagði frá því sem gerðist á Friends Arena í dag en maðurinn komst mjög langt áður en hann var stöðvaður. Umræddur maður var með grunsamlegar töskur með sér.

„Maðurinn sagði hluti sem fékk okkur til að bregðast við,“ sagði Daniel Wikdahl, talsmaður sænsku lögreglunnar.

Maðurin er á sjötugsaldri og töskurnar sem hann var með eru nú rannsakaðar sem hættulegir hlutir.

Málið er rannsakað sem ógn við öryggi almennings.

Lögreglan fjarlægði manninn af svæðinu.

Svíar spila við Belga á Friends Arena á föstudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×