Landsliðið spilar í borg mengunarmeistara og alræmds fangelsis Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 19:30 Bilino Polje-völlurinn í Zenica sem Ísland leikur á annað kvöld. Vísir/Valur Páll Íslenska landsliðið lenti í dag í Zenica í Bosníu þar sem leikur við landslið þeirra bosnísku fer fram í annað kvöld. Borgin er þekkt fyrir margt annað en fótbolta. Zenica er fjórða stærsta borg Bosníu þar sem búa 110 þúsund manns. Fátækt er töluverð í borginni þar sem illa hefur gengið að reisa hana við eftir stríð. Um 80 prósent þeirra sem í borginni búa eru af bosnískum uppruna en þar eru um tvö þúsund Serbar og níu þúsund Króatar. Hún er þá að mestu múslimsk borg. Borgin byggir að mestu á stáliðnaði en einn stærsti stálframleiðandi heims, ArcellorMittal, heldur að stóru leyti uppi atvinnustigi í borginni. Fyrirtækið hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir brot á umhverfislögum en Bosnía er á meðal menguðustu ríkja heims, og Zenica er þar ofarlega á lista. Samkvæmt úttekt The Guardian frá árinu 2017 vantaði stálfyrirtækið fjölmörg starfsleyfi vegna umhverfismála og ítrekað brotið loforð um úrbætur á mengun af iðnaðinum. Zenica fangelsið sem var byggt árið 1886 er á meðal þess sem borgin er þekktust fyrir. Það er staðsett í miðri borg og er í raun eins og lítið hverfi innan borgarinnar. Það var stærsta og alræmdasta fangelsi fyrrum Júgóslavíu og stóð af sér stríðin á tíunda áratugnum. Eðli málsins samkvæmt er það stærsta fangelsi Bosníu í dag. Heimaborg Lovren og fyrrum forsætisráðherra Á meðal þeirra sem koma frá borginni eru Ahmet Hadžipašić, forsætisráðherra Bosníu frá 2003 til 2008, Króatinn Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, Serbinn Mladen Krstajić sem var miðvörður í landsliði Serba auk þess að leika með hjá Schalke og Werder Bremen árum saman. Ísland mun leika á Bilino Polje-leikvangnum í Zenica sem er heimavöllur Bosníu ásamt stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Leikvangurinn tekur tólf þúsund manns í sæti og á til að myndast afar góð stemning. „Þarna fær landsliðið mestan stuðning. Áhorfendur geta verið mjög heitir og stutt landsliðið ákaft en svo geta þeir auðveldlega snúist gegn því ef hlutirnir ganga ekki upp og spilamennskan er ekki góð. Þá getur þetta snúist upp í leiðindi,“ sagði fótboltaþjálfarinn og Bosníumaðurinn Ejub Purisevic um völlinn í Zenica í hlaðvarpinu Innkastið á Fótbolti.net. Við vonumst auðvitað til að mengunin sé orðin minni en árið 2017 og hafi sem minnst áhrif á strákana okkar er þeir mæta Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leik morgundagsins og gerir allt saman vel upp eftir leik. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Zenica er fjórða stærsta borg Bosníu þar sem búa 110 þúsund manns. Fátækt er töluverð í borginni þar sem illa hefur gengið að reisa hana við eftir stríð. Um 80 prósent þeirra sem í borginni búa eru af bosnískum uppruna en þar eru um tvö þúsund Serbar og níu þúsund Króatar. Hún er þá að mestu múslimsk borg. Borgin byggir að mestu á stáliðnaði en einn stærsti stálframleiðandi heims, ArcellorMittal, heldur að stóru leyti uppi atvinnustigi í borginni. Fyrirtækið hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir brot á umhverfislögum en Bosnía er á meðal menguðustu ríkja heims, og Zenica er þar ofarlega á lista. Samkvæmt úttekt The Guardian frá árinu 2017 vantaði stálfyrirtækið fjölmörg starfsleyfi vegna umhverfismála og ítrekað brotið loforð um úrbætur á mengun af iðnaðinum. Zenica fangelsið sem var byggt árið 1886 er á meðal þess sem borgin er þekktust fyrir. Það er staðsett í miðri borg og er í raun eins og lítið hverfi innan borgarinnar. Það var stærsta og alræmdasta fangelsi fyrrum Júgóslavíu og stóð af sér stríðin á tíunda áratugnum. Eðli málsins samkvæmt er það stærsta fangelsi Bosníu í dag. Heimaborg Lovren og fyrrum forsætisráðherra Á meðal þeirra sem koma frá borginni eru Ahmet Hadžipašić, forsætisráðherra Bosníu frá 2003 til 2008, Króatinn Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, Serbinn Mladen Krstajić sem var miðvörður í landsliði Serba auk þess að leika með hjá Schalke og Werder Bremen árum saman. Ísland mun leika á Bilino Polje-leikvangnum í Zenica sem er heimavöllur Bosníu ásamt stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Leikvangurinn tekur tólf þúsund manns í sæti og á til að myndast afar góð stemning. „Þarna fær landsliðið mestan stuðning. Áhorfendur geta verið mjög heitir og stutt landsliðið ákaft en svo geta þeir auðveldlega snúist gegn því ef hlutirnir ganga ekki upp og spilamennskan er ekki góð. Þá getur þetta snúist upp í leiðindi,“ sagði fótboltaþjálfarinn og Bosníumaðurinn Ejub Purisevic um völlinn í Zenica í hlaðvarpinu Innkastið á Fótbolti.net. Við vonumst auðvitað til að mengunin sé orðin minni en árið 2017 og hafi sem minnst áhrif á strákana okkar er þeir mæta Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leik morgundagsins og gerir allt saman vel upp eftir leik.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira