Flúði land með heyrnarlaus börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2023 11:30 Sigríður Vala Jóhannsdóttir og Hannes sonur hennar sem oft hafði engan til að eiga í samskiptum við á leikskólanum, þar sem táknmálstalandi starfsfólk skorti. aðsend Móðir tveggja heyrnarlausra drengja gafst upp á því þjónustuleysi sem hún segir einkenna málefni heyrnarlausra barna og flutti fyrir rúmum tveimur vikum með fjölskylduna til Svíþjóðar þar sem hún segist fá sjálfsagða þjónustu. Síðasta sumar greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs treysti sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafði drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún kærði skólann til menntamálaráðuneytisins og óttaðist að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. Flúðu þjónustuleysið á Íslandi Þær áhyggjur hafa nú raungerst en Sigríður Vala Jóhannsdóttir, alltaf kölluð Sigga Vala, og maðurinn hennar Sindri Jóhannsson fluttu með syni þeirra tvo fyrir rúmlega tveimur vikum til Svíþjóðar þar sem þjónustuleysið hér á landi sé algjört. „Við Sindri viljum að synir okkar geti sótt sér menntun og þá á ég við að þeir geti gengið í skóla þar sem heyrnarlaus börn mæta ekki útskúfun. Skóla þar sem þeir sitja ekki fremst í skólastofunni og þurfa að treysta á túlk klukkutímum saman. Skóla þar sem þeim er ekki strítt vegna táknmálsins,“ segir Sigga Vala og heldur áfram að telja upp dæmi. „Skóla þar sem kennararnir tala beint við þá og þar sem þeir eru þátttakendur í öllu skólastarfi. Þar sem skólinn er settur upp og hannaður fyrir börn eins og þá. Skóla þar sem þeir geta eignast vini sem fylgja þeim út fullorðinsárin.“ Hún segir að slíkur skóli gæti vel þrifist á Íslandi en því miður sé enginn slíkur í boði hér á landi. „Það er helsta ástæða þess að við fluttum af landi brott.“ Bætir í hópinn Fjölskylda Siggu Völu er ekki sú eina sem hefur flúið land vegna þjónustuleysis en í júlí greindum við frá því að minnst þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafi gert slíkt hið sama. „Hvar er áætlunin?“ Fjölskyldan býr nú í borginni Örebro sem Sigga Vala segir að sé oft kölluð höfuðborg táknmálsins. „Borgin hefur aðgerðaráætlun þegar kemur að táknmálstalandi fólki, hvar er slík áætlun á Íslandi?“ Sigga Vala segir að aðal munurinn á Íslandi og Svíþjóð, þegar kemur að táknmálinu, sé sá að táknmálstalandi fólk hefur tilverurétt þar ytra. „Borgin viðurkennir táknmál sem tungumál, frekar en tól sem heyrnarlausir nota.“ Níu mánuðir eru síðan menningarmálaráðherra sagði að gera þyrfti betur í þessum málum. „Heyrnarlausir sjaldnast í ábyrgðarstöðu á Íslandi“ Áður en synir Siggu Völu og Sindra byrjuðu í leikskóla í Svíþjóð fóru foreldrarnir á fund með deildarstjóranum. „Áður en synir okkar byrjuðu í leikskóla í Svíþjóð þá hittum við deildarstjórann og það var í fyrsta sinn sem við tölum við skólastjórnanda án þess að þurfa að reiða okkur á túlk. Skólastjórnendurnir töluðu táknmál og það sem meira er, þeir eru heyrnarlausir. Heyrnarlaust fólk er sjaldnast í ábyrgðarstöðu á Íslandi.“ Sigga Vala segir að þó fjölskyldunni þyki erfitt að hafa þurft að flytja frá Íslandi fylgi því ákveðinn léttir að synir hennar fái nú loks þjónustu.aðsend „Synir okkar eiga loks sinn stað í samfélaginu“ Sigga Vala segir að það hryggi hana og fjölskylduna mjög að hafa þurft að flytja til annars lands til þess að sækja þjónustu sem ætti að vera sjálfsögð. „Okkur finnst mjög leiðinlegt að hafa þurft að flytja frá Íslandi. Við erum Íslendingar en á sama tíma finnur maður fyrir örlitlum létti. Synir okkar fá nú að minnsta kosti að eiga sinn stað í sænsku samfélagi.“ Sigga Vala segir að Hannes sonur hennar hafi oft ekki haft neinn til að eiga í samskiptum við á leikskólanum Sólborg þar sem oft hafi ekki verið neinn táknmálstalandi á vakt.aðsend Táknmál Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00 „Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. 29. júlí 2022 17:14 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Síðasta sumar greindum við frá því að móðir heyrnarlauss drengs treysti sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafði drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún kærði skólann til menntamálaráðuneytisins og óttaðist að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. Flúðu þjónustuleysið á Íslandi Þær áhyggjur hafa nú raungerst en Sigríður Vala Jóhannsdóttir, alltaf kölluð Sigga Vala, og maðurinn hennar Sindri Jóhannsson fluttu með syni þeirra tvo fyrir rúmlega tveimur vikum til Svíþjóðar þar sem þjónustuleysið hér á landi sé algjört. „Við Sindri viljum að synir okkar geti sótt sér menntun og þá á ég við að þeir geti gengið í skóla þar sem heyrnarlaus börn mæta ekki útskúfun. Skóla þar sem þeir sitja ekki fremst í skólastofunni og þurfa að treysta á túlk klukkutímum saman. Skóla þar sem þeim er ekki strítt vegna táknmálsins,“ segir Sigga Vala og heldur áfram að telja upp dæmi. „Skóla þar sem kennararnir tala beint við þá og þar sem þeir eru þátttakendur í öllu skólastarfi. Þar sem skólinn er settur upp og hannaður fyrir börn eins og þá. Skóla þar sem þeir geta eignast vini sem fylgja þeim út fullorðinsárin.“ Hún segir að slíkur skóli gæti vel þrifist á Íslandi en því miður sé enginn slíkur í boði hér á landi. „Það er helsta ástæða þess að við fluttum af landi brott.“ Bætir í hópinn Fjölskylda Siggu Völu er ekki sú eina sem hefur flúið land vegna þjónustuleysis en í júlí greindum við frá því að minnst þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafi gert slíkt hið sama. „Hvar er áætlunin?“ Fjölskyldan býr nú í borginni Örebro sem Sigga Vala segir að sé oft kölluð höfuðborg táknmálsins. „Borgin hefur aðgerðaráætlun þegar kemur að táknmálstalandi fólki, hvar er slík áætlun á Íslandi?“ Sigga Vala segir að aðal munurinn á Íslandi og Svíþjóð, þegar kemur að táknmálinu, sé sá að táknmálstalandi fólk hefur tilverurétt þar ytra. „Borgin viðurkennir táknmál sem tungumál, frekar en tól sem heyrnarlausir nota.“ Níu mánuðir eru síðan menningarmálaráðherra sagði að gera þyrfti betur í þessum málum. „Heyrnarlausir sjaldnast í ábyrgðarstöðu á Íslandi“ Áður en synir Siggu Völu og Sindra byrjuðu í leikskóla í Svíþjóð fóru foreldrarnir á fund með deildarstjóranum. „Áður en synir okkar byrjuðu í leikskóla í Svíþjóð þá hittum við deildarstjórann og það var í fyrsta sinn sem við tölum við skólastjórnanda án þess að þurfa að reiða okkur á túlk. Skólastjórnendurnir töluðu táknmál og það sem meira er, þeir eru heyrnarlausir. Heyrnarlaust fólk er sjaldnast í ábyrgðarstöðu á Íslandi.“ Sigga Vala segir að þó fjölskyldunni þyki erfitt að hafa þurft að flytja frá Íslandi fylgi því ákveðinn léttir að synir hennar fái nú loks þjónustu.aðsend „Synir okkar eiga loks sinn stað í samfélaginu“ Sigga Vala segir að það hryggi hana og fjölskylduna mjög að hafa þurft að flytja til annars lands til þess að sækja þjónustu sem ætti að vera sjálfsögð. „Okkur finnst mjög leiðinlegt að hafa þurft að flytja frá Íslandi. Við erum Íslendingar en á sama tíma finnur maður fyrir örlitlum létti. Synir okkar fá nú að minnsta kosti að eiga sinn stað í sænsku samfélagi.“ Sigga Vala segir að Hannes sonur hennar hafi oft ekki haft neinn til að eiga í samskiptum við á leikskólanum Sólborg þar sem oft hafi ekki verið neinn táknmálstalandi á vakt.aðsend
Táknmál Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00 „Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. 29. júlí 2022 17:14 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00
Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00
„Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. 29. júlí 2022 17:14