Ísland mætir Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 í borginni Zenica í Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Arnar Þór vildi á fundinum lítið segja um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar er varðar son hans Albert Guðmundsson og hvernig Arnar hefur tjáð sig um leikmanninn í fjölmiðlum á fundinum.
Aðspurður um viðbrögð við ógn stormsentersins Edin Dzeko annað kvöld sagðir Arnar þá að stöðva þyrfti fleiri ógnir í liði Bosníu og koma í veg fyrir að Dzeko fengi yfirhöfuð boltann.
Aron Einar Gunnarsson sammæltist því þá að það væri furðulegt að æfa af fullum krafti fyrir leik sem hann tæki ekki þátt í en hann verður í leikbanni annað kvöld.
Fleira kom fram á fundinum en allt það helsta frá honum má sjá í spilaranum að ofan.
Ísland mætir Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld í Zenica. Vísir fylgir liðinu eftir og mun lýsa leiknum beint á vefnum auk þess að gera allt saman upp í leikslok.