Bílaframleiðandinn Tesla hefur upp á síðkastið unnið að því að bæta við tungumálum í stjórnkerfi ökutækja. Um það bil tuttugu tungumál hafa verið í boði og líklegast flestir Íslendingar því þurft að sætta sig við enskuna.

Með nýjustu uppfærslu bílanna er hægt að fá íslenskt mál á skjáinn. Greint var frá því á síðasta ári að Tesla væri í mikilli sókn hvað varðar þau tungumál sem í boði eru.
Uppfærslan er þó ekki komin í öll ökutæki. Allir eigendur Teslu-bifreiða munu geta valið tungumálið á næstu vikum en fyrst um sinn er það aðeins takmarkaður hópur eigenda.