Einkunnir eftir tapið í Bosníu: Margir með algjöra falleinkunn Íþróttadeild Vísis skrifar 23. mars 2023 22:00 Arnór Ingvi Traustason var í nýju og afar erfiðu hlutverki sem aftasti miðjumaður Íslands. Hér beitir hann öllum brögðum til að stöðva för Amir Hadziahmetovic. EPA-EFE/FEHIM DEMIR Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fór mikla sneypuför til Bosníu og einkunnir leikmanna endurspegla það. Niðurstaðan varð 3-0 tap og munurinn hefði getað orðið meiri. Mikið mæddi á vörn og markverði íslenska liðsins framan af leik og Bosníumenn fengu fullt af færum. Þeir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleiknum og innsigluðu sigurinn með þriðja markinu eftir um klukkutíma leik. Eini leikmaður íslenska liðsins sem getur verið bærilega sáttur við sína frammistöðu er sennilega markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson en fyrir framan hann virtist enginn njóta sín í leikkerfinu sem Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari treysti á. Ljóst er að gott tækifæri gefst til að gera betur á sunnudaginn þegar Ísland mætir Liechtenstein en hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna í Bosníu í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði mjög mikið að gera og bjargaði nokkrum sinnum afar vel, sérstaklega í upphafi leiks eða þar til að fyrsta markið kom sem hann gat lítið gert við. Langbestur í fyrri hálfleiknum og það segir sína sögu. Hafði mun minna að gera eftir að Bosnía dró sig aftar við þriðja markið. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Vandræðin varnarlega voru ekki á hlið Guðlaugs Victors en hann leit þó ekki sannfærandi út frekar en aðrir í öftustu línu íslenska liðsins. Hjálpaði lítið fram á við og spurning hvort að hann hefði ekki nýst mun betur sem aftasti miðjumaður. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 3 Barðist líklega best af varnarmönnunum en var ekkert betur áttaður og tengdi illa saman við mennina í kringum sig. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 2 Allt of varfærinn og varla í baráttunni þegar Bosníumenn skoruðu fyrstu tvö mörkin sín. Bara eins og að hann væri ekki tengdur. Líður vel þegar mótherjinn dregur sig aftar en þá var leik líka tæknilega séð lokið. Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður 2 Virtist engan veginn ráða við að spila á þessu stigi. Hefði þurft að mæta Dedic af miklu meiri ákveðni í aðdraganda tveggja fyrstu markanna og var ekki nálægt honum í þriðja markinu. Tengdi lítið sem ekkert saman við Jón Dag á kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 3 Margir hafa eflaust verið furðu lostnir að sjá Arnór Ingva sem aftasta miðjumann og skilja sjálfsagt enn minna í því eftir leikinn. Verður aldrei sakaður um að leggja sig ekki allan fram, hlaupa og berjast, en gerði lítið til að verja vörnina og bjó ekki til tenginguna sem þurfti milli varnar og miðju. Tekinn út af á 82. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 4 Fór að sækja boltann neðar þegar leið á og var einna skástur í að reyna að búa eitthvað til fram á við, þó að það væri lítið. Komst í fínt skallafæri eftir hálftíma leik en hitti ekki á markið, og átti flott skot í lok leiks sem var varið. Lítið áberandi í varnarvinnunni í nýju og mikilvægu hlutverki sem miðjumaður líkt og hjá Burnley í vetur. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 3 Snemma í bókina eftir að hafa misst boltann klaufalega frá sér. Fékk óvænt dauðafæri snemma í seinni hálfleik, að gjöf frá markverði Bosníu, en datt. Náði ágætum skalla seint í leiknum sem var varinn en skilaði alls ekki nógu góðri varnarvinnu og hefði þurft að skila mun meira fram á við einnig. Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 4 Ógnandi á besta kafla Íslands í fyrri hálfleiknum, sem var stuttur, og nálægt því að leggja þá upp dauðafæri fyrir Alfreð, en annars lítið í boltanum. Tekinn út af á 67. mínútu. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 3 Frekar einangraður úti á kanti en átti frábæra fyrirgjöf á Jóhann eftir hálftíma leik. Bakkaði undan Dedic í þriðja markinu og náði ekkert að trufla hann. Tekinn út af í kjölfarið, á 67. mínútu. Alfreð Finnbogason, framherji 4 Nálægt því að komast í dauðafæri á 35. mínútu en fékk annars úr afar litlu að moða. Kom aftar til að taka einhvern þátt í spilinu. Fékk gott skallafæri þegar korter lifði leiks en virtist ekki tilbúinn. Tekinn út af á 82. mínútu. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Jón Dag á 67. mínútu 5 Náði lítið að gera á þeim tíma sem hann fékk en þarf ekki að skammast sín fyrir sína frammistöðu. Mikael Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 67. mínútu 5 Gerði frábærlega þegar hann kom hættulegri fyrirgjöf á Alfreð í teignum og getur ágætlega unað við sitt. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Arnór Ingva á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Alfreð á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Mikið mæddi á vörn og markverði íslenska liðsins framan af leik og Bosníumenn fengu fullt af færum. Þeir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleiknum og innsigluðu sigurinn með þriðja markinu eftir um klukkutíma leik. Eini leikmaður íslenska liðsins sem getur verið bærilega sáttur við sína frammistöðu er sennilega markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson en fyrir framan hann virtist enginn njóta sín í leikkerfinu sem Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari treysti á. Ljóst er að gott tækifæri gefst til að gera betur á sunnudaginn þegar Ísland mætir Liechtenstein en hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna í Bosníu í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði mjög mikið að gera og bjargaði nokkrum sinnum afar vel, sérstaklega í upphafi leiks eða þar til að fyrsta markið kom sem hann gat lítið gert við. Langbestur í fyrri hálfleiknum og það segir sína sögu. Hafði mun minna að gera eftir að Bosnía dró sig aftar við þriðja markið. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Vandræðin varnarlega voru ekki á hlið Guðlaugs Victors en hann leit þó ekki sannfærandi út frekar en aðrir í öftustu línu íslenska liðsins. Hjálpaði lítið fram á við og spurning hvort að hann hefði ekki nýst mun betur sem aftasti miðjumaður. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 3 Barðist líklega best af varnarmönnunum en var ekkert betur áttaður og tengdi illa saman við mennina í kringum sig. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 2 Allt of varfærinn og varla í baráttunni þegar Bosníumenn skoruðu fyrstu tvö mörkin sín. Bara eins og að hann væri ekki tengdur. Líður vel þegar mótherjinn dregur sig aftar en þá var leik líka tæknilega séð lokið. Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður 2 Virtist engan veginn ráða við að spila á þessu stigi. Hefði þurft að mæta Dedic af miklu meiri ákveðni í aðdraganda tveggja fyrstu markanna og var ekki nálægt honum í þriðja markinu. Tengdi lítið sem ekkert saman við Jón Dag á kantinum. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 3 Margir hafa eflaust verið furðu lostnir að sjá Arnór Ingva sem aftasta miðjumann og skilja sjálfsagt enn minna í því eftir leikinn. Verður aldrei sakaður um að leggja sig ekki allan fram, hlaupa og berjast, en gerði lítið til að verja vörnina og bjó ekki til tenginguna sem þurfti milli varnar og miðju. Tekinn út af á 82. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 4 Fór að sækja boltann neðar þegar leið á og var einna skástur í að reyna að búa eitthvað til fram á við, þó að það væri lítið. Komst í fínt skallafæri eftir hálftíma leik en hitti ekki á markið, og átti flott skot í lok leiks sem var varið. Lítið áberandi í varnarvinnunni í nýju og mikilvægu hlutverki sem miðjumaður líkt og hjá Burnley í vetur. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 3 Snemma í bókina eftir að hafa misst boltann klaufalega frá sér. Fékk óvænt dauðafæri snemma í seinni hálfleik, að gjöf frá markverði Bosníu, en datt. Náði ágætum skalla seint í leiknum sem var varinn en skilaði alls ekki nógu góðri varnarvinnu og hefði þurft að skila mun meira fram á við einnig. Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 4 Ógnandi á besta kafla Íslands í fyrri hálfleiknum, sem var stuttur, og nálægt því að leggja þá upp dauðafæri fyrir Alfreð, en annars lítið í boltanum. Tekinn út af á 67. mínútu. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 3 Frekar einangraður úti á kanti en átti frábæra fyrirgjöf á Jóhann eftir hálftíma leik. Bakkaði undan Dedic í þriðja markinu og náði ekkert að trufla hann. Tekinn út af í kjölfarið, á 67. mínútu. Alfreð Finnbogason, framherji 4 Nálægt því að komast í dauðafæri á 35. mínútu en fékk annars úr afar litlu að moða. Kom aftar til að taka einhvern þátt í spilinu. Fékk gott skallafæri þegar korter lifði leiks en virtist ekki tilbúinn. Tekinn út af á 82. mínútu. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Jón Dag á 67. mínútu 5 Náði lítið að gera á þeim tíma sem hann fékk en þarf ekki að skammast sín fyrir sína frammistöðu. Mikael Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 67. mínútu 5 Gerði frábærlega þegar hann kom hættulegri fyrirgjöf á Alfreð í teignum og getur ágætlega unað við sitt. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Arnór Ingva á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Andri Lucas Guðjohnsen kom inn á fyrir Alfreð á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. 23. mars 2023 21:45