Jónatan: Við erum að falla á tíma Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. mars 2023 21:21 Víkingur - KA Olísdeild karla vetur 2021 - 2022 handbolti HSÍ Jónatan Magnússon Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara gríðarlega ósáttur“, sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir sex marka tap á móti Aftureldingu á heimavelli í kvöld. „Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“ Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Ég er mjög svekkur hvernig við komum inn í þennan leik, við vorum ekki að gera það inn á vellinum sem við ætluðum að gera. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var fínn, það er að segja að við vorum að fá færin en á hin bóginn vorum við að brenna hrikalega af þeim. Varnarlega erum við hins vegar í engum takt og það er miður.“ Jónatan talaði að það vantaði upp á hugarfarið hjá sínum mönnum. „Mér fannst vanta hugarfar hjá mínum mönnum og það er það sem gerir mann extra pirraðan því við erum hér mætir til að berjast fyrir lífi okkar í deildinni og þegar maður fær á sig 34 mörk er það ekki ásættanlegt. Við erum ekki nálægt því að ná upp neinum varnarleik og þá er þetta bara hugarfar leikmannanna. Þetta er spurning um hvað menn eru tilbúnir að leggja í þetta og hvað menn eru tilbúnir að fórna sér í verkefnið. Ég hef gríðarlega áhyggjur núna að því eftir þessa frammistöðu að menn séu bara ekki tilbúnir að berjast.“ „Það er mitt hlutverk og mín ábyrgð ef leikmenn eru ekki að ná upp þessu hugarfari en eins og núna þegar það hefur gengið illa þá er þetta líka spurning um sjálfstraust, fyrst og fremst er þetta samt bara þegar menn mæta til leiks þurfa menn að brenna fyrir það að spila fyrir klúbbinn KA og í dag var það ekki þannig.“ KA er í 10 sæti deildarinnar þremur stigum fyrir ofan ÍR en ÍR á leik til góða og leikjunum fer fækkandi. „Það er eins gott að menn fari að bæta hugarfarið og brenna fyrir það að spila íþróttina, því það eru bara þrír leikir eftir af þessu móti. Ég vill ekki að við föllum á baráttu og krafti, ég vill þá frekar að við föllum á einhverju öðru.“ Það er stutt síðan KA og Afturelding mætust í bikarleik sem fór í framlengingu. „Það var lítið sem átti að koma okkur á óvart í leik Aftureldingar í kvöld, það er ekki langt síðan við vorum að spila við þá bikarleik þar sem við vorum frábærir varnarlega. Þetta snýst því miklu meira um það að við náum ekki krafti og baráttu og það er það sem maður þarf ef maður ætlar að vinna leik, fá á sig færri en 34 mörk þá þarf þetta að vera með. Það vantaði sannarlega í dag.“ „Ég sagði við leikmennina mína eftir leik í dag að nú erum við bara að falla á tíma að fara að berjast fyrir klúbbinn okkar. Það eru þrír leikir eftir og ég vona að það komi bara strax í næsta leik. Við þurfum að ná í sigra.“
Olís-deild karla KA Afturelding Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni