Þegar á vettvang var komið kom í ljós að líklega hafði hnífur ekki verið notaður en einstaklingar á vettvangi voru engu að síður með áverka eftir átök og þurftu einhverjir að leita aðhlynningar á Landspítala vegna þeirra.
Fimm gistu fangageymslur vegna málsins, sem er í rannsókn.
Ekkert annað fréttnæmt gerðist á kvöld- og næturvakt lögreglu, að því er segir í tilkynningu.