Körfubolti

Tom Brady eignast hlut í kvenna­körfu­bolta­liðinu í Las Vegas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady spilaði til 45 ára aldurs í einni erfiðustu deild í heimi.
Tom Brady spilaði til 45 ára aldurs í einni erfiðustu deild í heimi. Getty/Axelle/Bauer-Griffin

NFL-goðsögnin Tom Brady er orðinn minnihlutaeigandi í WNBA meisturum Las Vegas Aces.

Brady mætti á leik hjá liðinu 31. maí í fyrra og sendi seinna stjörnuleikmanninum Kelsey Plum treyju og aðrar gjafir.

Las Vegas vann sinn fyrsta WNBA-titil á síðasta ári og þykir líklegt til afreka næstu árin.

„Ég er mjög spenntur fyrir því að vera orðinn hluti af Las Vegas Aces félaginu. Ást mín á kvennaíþróttum byrjað frá unga aldri þegar ég fékk að fara með á leiki hjá eldri systrum mínum. Þær voru bestu íþróttamennirnir á heimilinu. Við fögnuðum saman afrekum þeirra sem fjölskylda og þær eru mér enn mikill innblástur,“ sagði Tom Brady í yfirlýsingu.

Brady er sá einu sem hefur unnið Super Bowl sjö sinnum og á mörg af metum leikstjórnenda í NFL-deildinni. Hann tilkynnti það á dögunum að hann væri hættur að spila.

Brady spilaði miklu lengur en kollegar hans en hann verður 46 ára í haust.

„Aðkoma Tom Brady er ekki bars sigur fyrir Aces og WNBA deildina heldur fyrir atvinnumannaíþrótta kvenna í heild sinni,“ sagði Mark Davis, eignandi Las Vegas Aces en hann á einnig NFL-liðið Las Vegas Raiders.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×