Líklegt byrjunarlið Íslands: Fáum forystu aftast Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2023 14:30 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kemur inn eftir leikbann. Getty/Robbie Jay Barratt Ísland mætir Liechtenstein í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2024 í Vaduz á morgun. Liðinu gekk ekki vel í fyrsta leik í Bosníu á fimmtudagskvöld og tapaði 3-0. Áhugavert verður að sjá hvort miklar breytingar verði á byrjunarliði liðsins á morgun. Athyglisvert byrjunarlið blasti við í Bosníu á fimmtudagskvöld þar sem Arnór Ingvi Traustason var djúpur miðjumaður með tvo aðra sóknarþenkjandi leikmenn sér við hlið á miðsvæðinu í Hákoni Arnari Haraldssyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Það hentaði illa í Bosníu en er miðja sem maður hefði frekar séð fyrir sér gegn lakari andstæðingi, líkt og Liechtenstein. Einnig var áhugavert að sjá Guðlaug Victor Pálsson í bakverði, fremur en miðsvæðis, þar sem virtist vanta forystu í öftustu línu á fimmtudag. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, snýr hins vegar aftur úr leikbanni á morgun og líklegt þykir að hann taki sér stöðu í miðverðinum. Þá verður að teljast líklegt að Guðlaugur Victor byrji djúpur á miðjunni á morgun og Alfons Sampsted verði í hægri bakverði þar sem hann er öflugri sóknarlega en Guðlaugur í þeirri stöðu. Arnór Ingvi og Daníel Leó Grétarsson muni því víkja fyrir þeim Aroni og Alfons á morgun og Guðlaugur færist úr bakverði yfir á miðjuna. Liðið verði að öðru leyti óbreytt. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Aron Einar Gunnarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Ísland mætir Liechenstein klukkan 16:00 á morgun. Leiknum verður lýst beint á Vísi og verður landsliðinu fylgt vel eftir fram að leik. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Athyglisvert byrjunarlið blasti við í Bosníu á fimmtudagskvöld þar sem Arnór Ingvi Traustason var djúpur miðjumaður með tvo aðra sóknarþenkjandi leikmenn sér við hlið á miðsvæðinu í Hákoni Arnari Haraldssyni og Jóhanni Berg Guðmundssyni. Það hentaði illa í Bosníu en er miðja sem maður hefði frekar séð fyrir sér gegn lakari andstæðingi, líkt og Liechtenstein. Einnig var áhugavert að sjá Guðlaug Victor Pálsson í bakverði, fremur en miðsvæðis, þar sem virtist vanta forystu í öftustu línu á fimmtudag. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, snýr hins vegar aftur úr leikbanni á morgun og líklegt þykir að hann taki sér stöðu í miðverðinum. Þá verður að teljast líklegt að Guðlaugur Victor byrji djúpur á miðjunni á morgun og Alfons Sampsted verði í hægri bakverði þar sem hann er öflugri sóknarlega en Guðlaugur í þeirri stöðu. Arnór Ingvi og Daníel Leó Grétarsson muni því víkja fyrir þeim Aroni og Alfons á morgun og Guðlaugur færist úr bakverði yfir á miðjuna. Liðið verði að öðru leyti óbreytt. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðvörður: Aron Einar Gunnarsson Miðvörður: Hörður Björgvin Magnússon Vinstri bakvörður: Davíð Kristján Ólafsson Miðjumaður: Guðlaugur Victor Pálsson Miðjumaður: Jóhann Berg Guðmundsson Miðjumaður: Hákon Arnar Haraldsson Hægri kantmaður: Arnór Sigurðsson Vinstri kantmaður: Jón Dagur Þorsteinsson Framherji: Alfreð Finnbogason Ísland mætir Liechenstein klukkan 16:00 á morgun. Leiknum verður lýst beint á Vísi og verður landsliðinu fylgt vel eftir fram að leik.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira