Frjálst flæði evrópskra leikmanna eftir samþykkta breytingatillögu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 18:06 Íslenskir leikmenn gætu fengið minna hlutverk á næsta tímabili í Subway-deildum karla og kvenna. Vísir/Vilhelm Breytingatillaga um erlenda leikmenn var samþykkt á ársþingi KKÍ sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Frá og með næsta tímabili mega lið hafa frjálst flæði leikmanna frá löndum innan EES inni á vellinum. Reglan sem gildir í dag kveður á um að hvert lið megi aðeins tefla fram einum leikmanni utan EES hverju sinni er leikklukkan gengur og tveimur erlendum leikmönnum sem koma frá löndum innan EES. Það þýðir að eins og staðan er núna verða liðin að stilla upp í það minnsta tveimur Íslendingum á hverjum tímapunkti í leiknum. Reglan sem mun taka gildi frá og með næsta tímabili segir hins vegar að nú megi liðin hafa eins marga erlenda leikmenn frá löndum innan EES og þau vilja inni á leikvellinum í einu. Reglan um að aðeins megi hafa einn leikmann utan EES á vellinum gildir þó enn. 15. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót verður því svohljóðandi: Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis á meðan leiklukka gengur. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og í öllum deildum.Erlendur ríkisborgari utan EES ríkis sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum/EES ríkisborgurum. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Þegar þessi nýja regla tekur gildi á næsta tímabili geta félögin því stillt upp liði sem er einungis skipað erlendum leikmönnum á kostnað íslenskra leikmanna. Körfubolti Subway-deild karla Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. 25. mars 2023 12:45 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Reglan sem gildir í dag kveður á um að hvert lið megi aðeins tefla fram einum leikmanni utan EES hverju sinni er leikklukkan gengur og tveimur erlendum leikmönnum sem koma frá löndum innan EES. Það þýðir að eins og staðan er núna verða liðin að stilla upp í það minnsta tveimur Íslendingum á hverjum tímapunkti í leiknum. Reglan sem mun taka gildi frá og með næsta tímabili segir hins vegar að nú megi liðin hafa eins marga erlenda leikmenn frá löndum innan EES og þau vilja inni á leikvellinum í einu. Reglan um að aðeins megi hafa einn leikmann utan EES á vellinum gildir þó enn. 15. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót verður því svohljóðandi: Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis á meðan leiklukka gengur. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og í öllum deildum.Erlendur ríkisborgari utan EES ríkis sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum/EES ríkisborgurum. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót. Þegar þessi nýja regla tekur gildi á næsta tímabili geta félögin því stillt upp liði sem er einungis skipað erlendum leikmönnum á kostnað íslenskra leikmanna.
Í öllum deildum meistaraflokka karla og kvenna gildir að á leikvelli hverju sinni má mest vera einn leikmaður í hvoru liði sem ekki er ríkisborgari EES ríkis á meðan leiklukka gengur. Í bikarkeppni og meistarakeppni KKÍ gilda sömu reglur og í öllum deildum.Erlendur ríkisborgari utan EES ríkis sem hefur búið á Íslandi samfellt í þrjú ár eða meira telst ekki sem erlendur leikmaður í reglugerð þessari og skal hann framvísa nauðsynlegum gögnum til skrifstofu KKÍ þar um. Staðfestingu KKÍ þarf til þess að leikmaður teljist með íslenskum/EES ríkisborgurum. Sá sem hefur leiktíðina sem erlendur leikmaður utan EES ríkis telst sem slíkur út leiktíðina og skal miða við fyrsta leik í móti á vegum KKÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir eða önnur mót/leikir á vegum KKÍ), nema að fenginni undanþágu stjórnar KKÍ.Brjóti félag gegn grein þessari telst félag hafa notað ólöglegan leikmann og skal sæta viðurlögum samkvæmt 8. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót.
Körfubolti Subway-deild karla Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. 25. mars 2023 12:45 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Fylgstu með ársþingi KKÍ í beinni útsendingu Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer nú fram í dag en þar verður kosið í nýja stjórn sambandsins og þar að auki kosið um fjölmargar áhugaverðar tillögur sem fyrir þinginu liggja. 25. mars 2023 12:45