Framlengingin: Njarðvíkingar eru of gamlir til að keppa um þann stóra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. mars 2023 23:32 Njarðvíkingar fögnuðu bikarmeistaratitlinum árið 2021. Liðið mun þó ekki eppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor sökum aldurs ef marka má sérfræðinga Körfuboltakvölds. Vísir/Hulda Margrét Næstsíðasta umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik lauk í gær og Hörður Unnsteinsson, Örvar Þór Kristjánsson og Brynjar Þór Björnsson fóru yfir alla leikina í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gærkvöldi. Fyrsta spurningin í Framlengingunni snéri að aldri Njarðvíkurliðsins þar sem Hörður, stjórnandi þáttarins, spurði einfaldlega hvort Njarðvíkingar væru of gamlir. „Ég ætla að byrja á þér Örvar, Njarðvíkingnum sjálfum. Eru Njarðvíkingar of gamlir til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn?“ spurði Hörður blákalt. „Eins og þeir voru í kvöld, þá já,“ sagði Örvar, en Njarðvíkingar máttu þola 25 stiga tap gegn Valsmönnum og misstu þar með deildarmeistaratitilinn í hendur Vals. „Þetta er það sem klikkaði í fyrra. Mér fannst þeir springa svolítið á móti Tindastól og verða þreyttir. Núna hafa þeir vissulega meiri breidd, en ég hræðist það pínu að þessir eldri leikmenn og Haukur [Helgi Pálsson] með sín meiðsli ef þeir þurfa að fara að spila á tveggja eða þriggja daga fresti í seríum. Ég vona ekki og hef trú á mínum mönnum en þetta gæti vegið þungt í seríu.“ Brynjar Þór tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta er allt of hár aldur að mínu mati. Að treysta á þessa leikmenn og Hauk með sína sögu. Við sáum það alveg í úrslitakeppninni í fyrra þegar þetta var komið í þriðja, fjórða eða fimmta leik þá fór líkaminn aðeins að segja til sín. Það eru of margar viðvörunarbjöllur sem hringja og mér finnst við vera að horfa á það sama og í fyrra.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging 21. umferðar Aldur Njarðvíkinga var þó langt frá því að vera eina umræðuefnið í Framlengingunni því strákarnir fóru um víðan völl eins og alltaf. Þeir veltu einnig fyrir sér hvort KR eða ÍR yrði á undan að vinna sér aftur inn sæti í efstu deild, hvort Sauðkræklingar væru farnir að finna lykt af úrslitum, hvort það væri stærsta afrek tímabilsins ef Höttur næði að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni og hver framtíð Stjörnunnar verður ef liðið missir af sæti í úrslitakeppni. Framlenginuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Fyrsta spurningin í Framlengingunni snéri að aldri Njarðvíkurliðsins þar sem Hörður, stjórnandi þáttarins, spurði einfaldlega hvort Njarðvíkingar væru of gamlir. „Ég ætla að byrja á þér Örvar, Njarðvíkingnum sjálfum. Eru Njarðvíkingar of gamlir til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn?“ spurði Hörður blákalt. „Eins og þeir voru í kvöld, þá já,“ sagði Örvar, en Njarðvíkingar máttu þola 25 stiga tap gegn Valsmönnum og misstu þar með deildarmeistaratitilinn í hendur Vals. „Þetta er það sem klikkaði í fyrra. Mér fannst þeir springa svolítið á móti Tindastól og verða þreyttir. Núna hafa þeir vissulega meiri breidd, en ég hræðist það pínu að þessir eldri leikmenn og Haukur [Helgi Pálsson] með sín meiðsli ef þeir þurfa að fara að spila á tveggja eða þriggja daga fresti í seríum. Ég vona ekki og hef trú á mínum mönnum en þetta gæti vegið þungt í seríu.“ Brynjar Þór tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta er allt of hár aldur að mínu mati. Að treysta á þessa leikmenn og Hauk með sína sögu. Við sáum það alveg í úrslitakeppninni í fyrra þegar þetta var komið í þriðja, fjórða eða fimmta leik þá fór líkaminn aðeins að segja til sín. Það eru of margar viðvörunarbjöllur sem hringja og mér finnst við vera að horfa á það sama og í fyrra.“ Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging 21. umferðar Aldur Njarðvíkinga var þó langt frá því að vera eina umræðuefnið í Framlengingunni því strákarnir fóru um víðan völl eins og alltaf. Þeir veltu einnig fyrir sér hvort KR eða ÍR yrði á undan að vinna sér aftur inn sæti í efstu deild, hvort Sauðkræklingar væru farnir að finna lykt af úrslitum, hvort það væri stærsta afrek tímabilsins ef Höttur næði að vinna sér inn sæti í úrslitakeppninni og hver framtíð Stjörnunnar verður ef liðið missir af sæti í úrslitakeppni. Framlenginuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira