Sonurinn beðinn um að hætta í fótboltanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. mars 2023 22:32 Védís Einarsdóttir segir börn bíða alltof lengi eftir að fá greiningu. Hún óttast að þegar loksins komi að syni hennar verði það of seint. Vísir/Arnar Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast. Haustið 2021 byrjaði sonur Védísar Einarsdóttur í 1. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en þau mæðginin voru þá nýflutt frá Noregi. Á meðan þau bjuggu í Noregi fékk hann ADHD greiningu. „Ég byrjaði að leita mér fyrst aðstoðar í Noregi. Það var í raun og veru bæði ég og leikskólinn sem höfðu grun um að það væri eitthvað. Hann átti bara erfitt félagslega og byrjaði seint að tala,“ segir Védís. Fljótlega eftir að skólaganga hans hófst á Íslandi vaknaði grunur um að sonur hennar væri með einhverfu. Í febrúar 2022 lauk skólasálfræðingur frumgreiningu og í framhaldinu var beiðni send til Geðheilsumiðstöðvar barna og óskað eftir greiningu. „Það er beðið um forgang. Mér var sagt að það væri átján til til tuttugu mánaða bið.“ Hrökklaðist úr fótboltanum vegna stuðningsleysis Védís segir skólann hafa reynst þeim gríðarlega vel en engu að síður þurfi einhverfugreininguna til að þau eigi rétt á ákveðnum stuðningi og skólinn fjármagni. Védís segir skort á stuðning meðal annars hafa orðið til þess að sonur hennar gat ekki æft fótbolta með bekkjarfélögunum. „Hann hrökklaðist nú út úr fótboltanum. Hann var beðinn um að fá endurgreiðslu því það var bara of erfitt að hafa hann og mér finnst það líka alveg ótrúlega sorglegt.“ Biðin hefur því reynt á þau mæðginin og nú í febrúar þegar liðið var ár frá því að óskað var eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöðinni ákvað hún að hafa samband og athuga hvort ekki væri farið að styttast í að þau kæmust að. „Spyr hvenær þau eigi von á því að hann komist inn og þá er mér tjáð það að það er búið að lengja biðtímann. Núna eru tvö ár í viðbót sem ég þarf að bíða eftir að hann fái greininguna til þess að hann eigi rétt á stuðningnum frá einhverfudeildinni.“ „Það er enginn sem talar saman“ Hann mun því þurfa að bíða í þrjú ár í heildina eftir greiningu ef ekkert breytist. Við þetta er hún ósátt. „Við eigum ekki að þurfa bíða í tvö eða þrjú ár til þess að barn fái greiningu, til þess að það fái aðstoð.“ Þá finnst henni að kerfið eigi að vera þannig uppbyggt að ekki þurfi bíða eftir greiningu til að fá fulla aðstoð. „Það þarf ekki að vera komin einhver endanlega greining til þess að þau fái aðstoðina. Þú sérð barnið. Þú sérð að barnið er að glíma við eitthvað þá hljótum við að geta aðstoðað þau.“ Hún finnur mikinn mun á þjónustunni sem hún fékk í Noregi og hér á landi og finnst skorta að samþættingu. „Það er enginn sem talar saman. Þannig að þú ert að fá mismunandi ráð og mismunandi aðstoð og ADHD greiningin er oft komin á undan hjá þessum börnum. Þannig að það er bara poppað í þau endalaust af lyfjum, geðlyfjum, ADHD lyfjum, geðrofslyfjum, þunglyndis- og geðrofslyfjum. Það er bara til þess að plástra vandamálið. Því að vandamálið er miklu meira en bara þetta. Vandamálið er það að við erum hérna með viðkvæman hóp sem að þarf snemmtæka íhlutun, þarf aðstoð núna, af því að þetta á eftir að verða miklu stærra og meira vandamál ekki bara fyrir börnin og fjölskyldurnar heldur fyrir allt kerfið.“ Margir að bugast undan álaginu Védís segir að það sé mjög mikilvægt sé að börn sem þurfa á aðstoð að halda fái hana sem fyrst. „Við viljum að þessi börn fái og ég ætla að segja við, af því ég ætla að tala fyrir foreldra barna, aðstoðina núna þannig að hægt sé að fyrirbyggja meiri vandamál seinna sem að mun bara kosta kerfið miklu meira og ég spyr bara hver ætlar að bera ábyrgðina. Hver er það sem ber ábyrgðina á því að það eru endalausir biðlistar.“ Þá segir hún að það valdi áhyggjum hversu löng bið er fram undan hjá þeim mæðginum. „Ég hef bara áhyggjur af þessu félagslega. Ég hef áhyggjur af því að kröfurnar sem að eru í kringum hann eru of miklar. Ég hef bara áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint, og það verði of seint. Að það verði of mikið sem þarf að laga þegar hann er svo loksins kominn með greininguna. Vandamálin verða bara meiri og meiri því stærri sem börnin verða. Það eru miklar áhyggjur og ég veit að foreldrar í dag margir hverjir eru að bara að bugast undan álaginu af því að vera með börn sem að þurfa meira, meiri umönnun og meiri eftirfylgd.“ Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Haustið 2021 byrjaði sonur Védísar Einarsdóttur í 1. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu en þau mæðginin voru þá nýflutt frá Noregi. Á meðan þau bjuggu í Noregi fékk hann ADHD greiningu. „Ég byrjaði að leita mér fyrst aðstoðar í Noregi. Það var í raun og veru bæði ég og leikskólinn sem höfðu grun um að það væri eitthvað. Hann átti bara erfitt félagslega og byrjaði seint að tala,“ segir Védís. Fljótlega eftir að skólaganga hans hófst á Íslandi vaknaði grunur um að sonur hennar væri með einhverfu. Í febrúar 2022 lauk skólasálfræðingur frumgreiningu og í framhaldinu var beiðni send til Geðheilsumiðstöðvar barna og óskað eftir greiningu. „Það er beðið um forgang. Mér var sagt að það væri átján til til tuttugu mánaða bið.“ Hrökklaðist úr fótboltanum vegna stuðningsleysis Védís segir skólann hafa reynst þeim gríðarlega vel en engu að síður þurfi einhverfugreininguna til að þau eigi rétt á ákveðnum stuðningi og skólinn fjármagni. Védís segir skort á stuðning meðal annars hafa orðið til þess að sonur hennar gat ekki æft fótbolta með bekkjarfélögunum. „Hann hrökklaðist nú út úr fótboltanum. Hann var beðinn um að fá endurgreiðslu því það var bara of erfitt að hafa hann og mér finnst það líka alveg ótrúlega sorglegt.“ Biðin hefur því reynt á þau mæðginin og nú í febrúar þegar liðið var ár frá því að óskað var eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöðinni ákvað hún að hafa samband og athuga hvort ekki væri farið að styttast í að þau kæmust að. „Spyr hvenær þau eigi von á því að hann komist inn og þá er mér tjáð það að það er búið að lengja biðtímann. Núna eru tvö ár í viðbót sem ég þarf að bíða eftir að hann fái greininguna til þess að hann eigi rétt á stuðningnum frá einhverfudeildinni.“ „Það er enginn sem talar saman“ Hann mun því þurfa að bíða í þrjú ár í heildina eftir greiningu ef ekkert breytist. Við þetta er hún ósátt. „Við eigum ekki að þurfa bíða í tvö eða þrjú ár til þess að barn fái greiningu, til þess að það fái aðstoð.“ Þá finnst henni að kerfið eigi að vera þannig uppbyggt að ekki þurfi bíða eftir greiningu til að fá fulla aðstoð. „Það þarf ekki að vera komin einhver endanlega greining til þess að þau fái aðstoðina. Þú sérð barnið. Þú sérð að barnið er að glíma við eitthvað þá hljótum við að geta aðstoðað þau.“ Hún finnur mikinn mun á þjónustunni sem hún fékk í Noregi og hér á landi og finnst skorta að samþættingu. „Það er enginn sem talar saman. Þannig að þú ert að fá mismunandi ráð og mismunandi aðstoð og ADHD greiningin er oft komin á undan hjá þessum börnum. Þannig að það er bara poppað í þau endalaust af lyfjum, geðlyfjum, ADHD lyfjum, geðrofslyfjum, þunglyndis- og geðrofslyfjum. Það er bara til þess að plástra vandamálið. Því að vandamálið er miklu meira en bara þetta. Vandamálið er það að við erum hérna með viðkvæman hóp sem að þarf snemmtæka íhlutun, þarf aðstoð núna, af því að þetta á eftir að verða miklu stærra og meira vandamál ekki bara fyrir börnin og fjölskyldurnar heldur fyrir allt kerfið.“ Margir að bugast undan álaginu Védís segir að það sé mjög mikilvægt sé að börn sem þurfa á aðstoð að halda fái hana sem fyrst. „Við viljum að þessi börn fái og ég ætla að segja við, af því ég ætla að tala fyrir foreldra barna, aðstoðina núna þannig að hægt sé að fyrirbyggja meiri vandamál seinna sem að mun bara kosta kerfið miklu meira og ég spyr bara hver ætlar að bera ábyrgðina. Hver er það sem ber ábyrgðina á því að það eru endalausir biðlistar.“ Þá segir hún að það valdi áhyggjum hversu löng bið er fram undan hjá þeim mæðginum. „Ég hef bara áhyggjur af þessu félagslega. Ég hef áhyggjur af því að kröfurnar sem að eru í kringum hann eru of miklar. Ég hef bara áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint, og það verði of seint. Að það verði of mikið sem þarf að laga þegar hann er svo loksins kominn með greininguna. Vandamálin verða bara meiri og meiri því stærri sem börnin verða. Það eru miklar áhyggjur og ég veit að foreldrar í dag margir hverjir eru að bara að bugast undan álaginu af því að vera með börn sem að þurfa meira, meiri umönnun og meiri eftirfylgd.“
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira