Körfubolti

Lögmál leiksins: „Það hlýtur að vera skandall“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pétur Guðmundsson var til umræðu í Lögmál leiksins.
Pétur Guðmundsson var til umræðu í Lögmál leiksins.

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar er að venju farið yfir stöðu mála í NBA-deildinni í körfubolta og að þessu sinni var smá sagnfræðileg tenging í fyrstu fullyrðingunni.

„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins þurfa að svara játandi eða neitandi og svo rökstyðja svör sín. Ásamt Kjartani voru þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni.

Það er skandall að Pétur Guðmundsson hafi aldrei verið íþróttamaður ársins

„Það hlýtur að vera skandall en ég er ekki nógu meðvitaður um hver voru að vinna þegar hann átti að vera vinna,“ sagði Sigurður Orri og Tómas skaut inn í: „Það var ekkert rosalega merkilegt.“

Annað sem farið var yfir í þættinum var meðal annars Kyrie Irving skiptin, Shaedon Sharpe og Joe Mazzulla.

Klippa: Lögmál leiksins: Það hlýtur að vera skandall

Tengdar fréttir

Lög­mál leiksins: Tíma­bilið búið hjá Clippers?

Meiðsli Paul George, leikmanns Los Angeles Clippers, verða til umræðu í Lögmál leiksins í kvöld. Sérfræðingar þáttarins eru á því að tímabilið hjá Clippers sé búið fyrst Paul George verði ekki meira með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×