Helga Hlín er eigandi og ráðgjafi hjá Strategíu. Hún er héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur mikla reynslu af starfi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, stjórnarsetu og ráðgjöf til stjórna og eigenda fyrirtækja.
Magnús er eigandi og ráðgjafi hjá Marka Ráðgjöf og býr bæði að þekkingu og reynslu á sviði hugbúnaðar og markaðsmála. Hann var markaðsstjóri og framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova frá 2016 til 2022. Magnús hefur meðal annars setið í stjórnum ÍMARK og Cintamani, verið vörustjóri hjá OZ og vörumerkjastjóri Latabæjar.
„Við höfum ávallt einsett okkur að vera í fararbroddi hvað varðar tækninýjungar og höfum á að skipa einvala teymi sérfræðinga með djúpa þekkingu á nýjasta lausnaframboði Microsoft. Til viðbótar við fjárfestingu í þekkingu höfum við einnig fjárfest í nauðsynlegum sérlausnum fyrir íslenska markaðinn. Nú viljum við byggja á allri þessari þekkingu og reynslu og bæta enn frekar í. Við teljum að tækifæri til vaxtar séu mörg og frábært að fá þau Helgu Hlín og Magnús með okkur í lið til að marka þá vegferð," er haft eftir Aðalsteini Valdimarssyni, stjórnarformanni fyrirtækisins, í tilkynningu.