Fékk sendan notaðan klósettpappír frá aðdáanda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. mars 2023 13:13 Tónlistarkonan Bebe Rexha fékk heldur óhefðbundna sendingu frá aðdáanda nú á dögunum. Getty/Jeff Kravitz Það er vitað mál að stjörnurnar fá send bréf og varning af ýmsu tagi frá aðdáendum sínum. Tónlistarkonan Bebe Rexha fékk þó heldur óhefðbundna sendingu á dögunum þegar henni barst notaður klósettpappír frá aðdáanda. Rexha greinir frá þessu á Twitter síðu sinni þar sem hún birtir mynd af sendingunni. Söngkonan kveðst hafa þvegið á sér hendurnar tíu sinnum eftir að hún hafði handleikið sendinguna, grunlaus um hvað það væri sem leyndist í henni. Í athugasemdakerfi undir færslunni spyr einn aðdáandi hvort Rexha fái reglulega svona undarlegar sendingar. „Nei þetta er algjörlega galið. Hvað í andskotanum,“ svarar Rexha. Þá bendir annar aðdáandi á það að það sé kolólöglegt að senda líffræðilegan úrgang í pósti. Someone mailed me used toilet paper pic.twitter.com/83XqEOAXW7— Bebe Rexha (@BebeRexha) March 24, 2023 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem Hollywood stjarna fær óvenjulega sendingu frá aðdáanda. Leikarinn Zac Effron fékk eitt sinn senda húð af aðdáanda sínum. Þá segist rokkarinn Alice Cooper eitt sinn hafa fengið senda litla kistu sem innihélt hjarta úr ketti. Leikarinn Jared Leto er sagður hafa fengið sent eyra af manneskju. Eyranu fylgdi miði sem á stóð: „Ertu að hlusta?“. Leto virðist þó hafa haft ákveðinn húmor fyrir þessu undarlega uppátæki því hann festi eyrað á keðju og bar það sem hálsmen. Tónlistarkonan Ke$ha fékk eitt sinn sendar tennur í pósti. Hún fór svipaða leið og Leto og lét gera skartgripi úr þeim. Það er því aldrei að vita nema Bebe Rexha fari sömu leið og ákveði að föndra eitthvað fallegt úr klósettpappírnum. Hollywood Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Rexha greinir frá þessu á Twitter síðu sinni þar sem hún birtir mynd af sendingunni. Söngkonan kveðst hafa þvegið á sér hendurnar tíu sinnum eftir að hún hafði handleikið sendinguna, grunlaus um hvað það væri sem leyndist í henni. Í athugasemdakerfi undir færslunni spyr einn aðdáandi hvort Rexha fái reglulega svona undarlegar sendingar. „Nei þetta er algjörlega galið. Hvað í andskotanum,“ svarar Rexha. Þá bendir annar aðdáandi á það að það sé kolólöglegt að senda líffræðilegan úrgang í pósti. Someone mailed me used toilet paper pic.twitter.com/83XqEOAXW7— Bebe Rexha (@BebeRexha) March 24, 2023 Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem Hollywood stjarna fær óvenjulega sendingu frá aðdáanda. Leikarinn Zac Effron fékk eitt sinn senda húð af aðdáanda sínum. Þá segist rokkarinn Alice Cooper eitt sinn hafa fengið senda litla kistu sem innihélt hjarta úr ketti. Leikarinn Jared Leto er sagður hafa fengið sent eyra af manneskju. Eyranu fylgdi miði sem á stóð: „Ertu að hlusta?“. Leto virðist þó hafa haft ákveðinn húmor fyrir þessu undarlega uppátæki því hann festi eyrað á keðju og bar það sem hálsmen. Tónlistarkonan Ke$ha fékk eitt sinn sendar tennur í pósti. Hún fór svipaða leið og Leto og lét gera skartgripi úr þeim. Það er því aldrei að vita nema Bebe Rexha fari sömu leið og ákveði að föndra eitthvað fallegt úr klósettpappírnum.
Hollywood Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira