Útilokar ekki að brjóta hundrað marka múrinn fyrir England Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2023 19:45 Harry Kane er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi. Rob Newell - CameraSport via Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins í fótbolta, segir að það sé ekki óhugsandi að hann muni skora hundrað mörk fyrir þjóð sína áður en skórnir fara á hilluna. Hann segist þó gera sér grein fyrir því að markmiðið sé háleitt. Þessi 29 ára gamli framherji varð markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 sigri gegn Ítölum síðastliðinn fimmtudag. Hann bætti svo öðru marki við gegn Úkraínu í 2-0 sigri á sunnudaginn og hefur nú skorað 55 mörk í 82 landsleikjum. „Að ná hundrað mörkum verður klárlega erfitt, en við skulum ekki útiloka neitt,“ sagði framherjinn. „Ég er enn ungur. Ég er bara 29 ára og enn í góðu formi og hraustur. Ég vil spila fyrir England eins lengi og ég mögulega get.“ ⚽️Tottenham Hotspur striker Harry Kane believes it is possible for him to reach triple figures in goals for England before he decides to retire."A hundred is not out of the question, it will be extremely tough but we will have to see how the next few years go." pic.twitter.com/4dtNSOWhcC— Planet Sport (@PlanetSportcom) March 28, 2023 Kane fær tækifæri til að bæta við mörkum fyrir enska landsliðið þegar liðið mætir Möltu og Norður-Makedóníu í júní. „Ég býð mig alltaf fram og vil spila hvern einasta leik. Við tökum þetta skref fyrir skref. Næsta skref er að komast yfir sextíu mörk.“ „Að ná hundrað mörkum er ekki ómögulegt. Það verður ótrúlega erfitt, en við sjáum til hvernig gengur á næstu árum,“ sagði framherjinn að lokum. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Þessi 29 ára gamli framherji varð markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi þegar hann skoraði úr vítaspyrnu í 2-1 sigri gegn Ítölum síðastliðinn fimmtudag. Hann bætti svo öðru marki við gegn Úkraínu í 2-0 sigri á sunnudaginn og hefur nú skorað 55 mörk í 82 landsleikjum. „Að ná hundrað mörkum verður klárlega erfitt, en við skulum ekki útiloka neitt,“ sagði framherjinn. „Ég er enn ungur. Ég er bara 29 ára og enn í góðu formi og hraustur. Ég vil spila fyrir England eins lengi og ég mögulega get.“ ⚽️Tottenham Hotspur striker Harry Kane believes it is possible for him to reach triple figures in goals for England before he decides to retire."A hundred is not out of the question, it will be extremely tough but we will have to see how the next few years go." pic.twitter.com/4dtNSOWhcC— Planet Sport (@PlanetSportcom) March 28, 2023 Kane fær tækifæri til að bæta við mörkum fyrir enska landsliðið þegar liðið mætir Möltu og Norður-Makedóníu í júní. „Ég býð mig alltaf fram og vil spila hvern einasta leik. Við tökum þetta skref fyrir skref. Næsta skref er að komast yfir sextíu mörk.“ „Að ná hundrað mörkum er ekki ómögulegt. Það verður ótrúlega erfitt, en við sjáum til hvernig gengur á næstu árum,“ sagði framherjinn að lokum.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira