Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 14:30 Fyrsta þáttaröð House of the Dragon naut mikilla vinsælda. HBO Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. Þetta kemur fram í frétt Deadline sem segir einnig að framleiðsla annarrar þáttaraðar sé að byrja í Bretlandi og að líklega verði fyrsti þátturinn sýndur sumarið 2024. Í frétt Deadline segir að upprunalega hafi staðið til að hafa aðra þáttaröð einnig tíu þætti en dregið hafi verið úr því. Frá því Warner Bros. og Discovery voru sameinuð í Warn er Bros. Discovery, hafa forsvarsmenn félagsins lagt mikið kapp á að draga úr kostnaði. Talsmaður HBO, sem er dótturfélag Warner Bros. Discovery, þvertekur fyrir að fækkun þátta megi rekja til niðurskurðar. Fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn þáttanna vilji gera þrjár eða fjórar þáttaraðir og að George RR Martin, rithöfundur, hafi unnið með þeim í að teikna upp framvinduna og skipuleggja þáttaraðirnar. Samkvæmt heimildum Deadline má að einhverju leyti rekja breytingarnar til þess að stór orrusta hafi verið færð úr annarri þáttaröð í þá þriðju og að líklegra sé að þáttaraðirnar verði fjórar en þrjár. House of the Dragon byggir á bókinni Fire and Blood, sem fjallar um sögu Targaryen ættarinnar í Westeros. Þættirnir fjalla sérstaklega um þann hluta bókarinnar sem snýr að nokkurs konar borgarastyrjöld innan ættarinnar um hverjir eiga að stýra ríkinu. Styrjöld þessi gengur undir nafninu Dance of Dragons. Þættirnir gerast tæplega tvö hundruð árum fyrir atburði Game of Thrones. Targaryen-ættin er á hápunkti valdatíðar sinnar í Westeros þegar konungurinn Viserys fyrsti þarf að ákveða hver eigi að vera formlegur erfingi hans. En elsta barn hans er dóttirin Rhaenyra Targaryen en hann á einnig bróður sem heitir Daemon Targaryen. Viserys eignast einnig tvo unga syni með nýrri drottningu en án þess að fara út í einhverja spennuspilla, þá reynist erfingjamálefnið erfitt. Viserys vill ekki að bróðir hans verði konungur en Rhaenyra er kona og lávarðar Westeros eiga erfitt með að sætta sig við konu við völd. Hér á vef HBO má finna fullt af upplýsingum sem hjálpa manni við að fylgjast með söguþráðum þáttanna og persónum. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Deadline sem segir einnig að framleiðsla annarrar þáttaraðar sé að byrja í Bretlandi og að líklega verði fyrsti þátturinn sýndur sumarið 2024. Í frétt Deadline segir að upprunalega hafi staðið til að hafa aðra þáttaröð einnig tíu þætti en dregið hafi verið úr því. Frá því Warner Bros. og Discovery voru sameinuð í Warn er Bros. Discovery, hafa forsvarsmenn félagsins lagt mikið kapp á að draga úr kostnaði. Talsmaður HBO, sem er dótturfélag Warner Bros. Discovery, þvertekur fyrir að fækkun þátta megi rekja til niðurskurðar. Fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn þáttanna vilji gera þrjár eða fjórar þáttaraðir og að George RR Martin, rithöfundur, hafi unnið með þeim í að teikna upp framvinduna og skipuleggja þáttaraðirnar. Samkvæmt heimildum Deadline má að einhverju leyti rekja breytingarnar til þess að stór orrusta hafi verið færð úr annarri þáttaröð í þá þriðju og að líklegra sé að þáttaraðirnar verði fjórar en þrjár. House of the Dragon byggir á bókinni Fire and Blood, sem fjallar um sögu Targaryen ættarinnar í Westeros. Þættirnir fjalla sérstaklega um þann hluta bókarinnar sem snýr að nokkurs konar borgarastyrjöld innan ættarinnar um hverjir eiga að stýra ríkinu. Styrjöld þessi gengur undir nafninu Dance of Dragons. Þættirnir gerast tæplega tvö hundruð árum fyrir atburði Game of Thrones. Targaryen-ættin er á hápunkti valdatíðar sinnar í Westeros þegar konungurinn Viserys fyrsti þarf að ákveða hver eigi að vera formlegur erfingi hans. En elsta barn hans er dóttirin Rhaenyra Targaryen en hann á einnig bróður sem heitir Daemon Targaryen. Viserys eignast einnig tvo unga syni með nýrri drottningu en án þess að fara út í einhverja spennuspilla, þá reynist erfingjamálefnið erfitt. Viserys vill ekki að bróðir hans verði konungur en Rhaenyra er kona og lávarðar Westeros eiga erfitt með að sætta sig við konu við völd. Hér á vef HBO má finna fullt af upplýsingum sem hjálpa manni við að fylgjast með söguþráðum þáttanna og persónum.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira