Bayern úr leik eftir tap í Lundúnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 21:25 Glódís Perla og Stina Blackstenius í leik kvöldsins. David Price/Getty Images Íslendingalið Bayern München er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap fyrir Arsenal í 8-liða úrslitum keppninnar. Bayern leiddi 1-0 eftir fyrri leikinn en tvö mörk í fyrri hálfleik breyttu gangi einvígisins. Skytturnar voru mun sterkari aðilinn í leik kvöldsins og komust yfir eftir aðeins tuttugu mínútna leik með einu af mörkum ársins. Gestirnir frá Þýskalandi voru í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og Arsenal vann boltann ofarlega á vellinum. Boltinn barst til Leah Williamson sem lagði hann snyrtilega með hælnum á Frida Maanum sem skoraði með þessu líka glæsilega skoti, slá og inn alveg upp við samskeytin. WHAT A STUNNER BY FRIDA MAANUM TO LEVEL THE TIE UP FOR ARSENAL!!!WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/8tuXTubgjN https://t.co/YlEs7drA2Z pic.twitter.com/p9q4xWIx5k— DAZN Football (@DAZNFootball) March 29, 2023 Still thinking about that @FMaanum goal pic.twitter.com/JiMHpBzR1a— DAZN Football (@DAZNFootball) March 29, 2023 Staðan í einvíginu þarna orðin 1-0 Skyttunum í vil og skömmu síðar var hún orðin 2-0. Stina Blackstenius skallaði þá fyrirgjöf Katie McCabe í netið af stuttu færi. Frábær sókn hjá Arsenal upp vinstri vænginn og skallinn af stuttu færi. STINA BLACKSTENIUS DOUBLES IT FOR ARSENAL #UWCL LIVE NOW https://t.co/8tuXTubgjN https://t.co/YlEs7drA2Z pic.twitter.com/NMlgNOgCZR— DAZN Football (@DAZNFootball) March 29, 2023 Þrátt fyrir að Arsenal hafi fengið færi til að klára leikinn þá gekk það ekki eftir og undir lokin setti Bayern mikla pressu á heimaliðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum og Glódís Perla Viggósdóttir átti meðal annars skalla framhjá undir lok leiks. Allt kom þó fyrir ekki og Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2013. Barcelona er einnig komið í undanúrslit og á morgun kemur svo í ljós hvaða lið fylgja þeim þangað. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Íslendingalið Bayern München er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 tap fyrir Arsenal í 8-liða úrslitum keppninnar. Bayern leiddi 1-0 eftir fyrri leikinn en tvö mörk í fyrri hálfleik breyttu gangi einvígisins. Skytturnar voru mun sterkari aðilinn í leik kvöldsins og komust yfir eftir aðeins tuttugu mínútna leik með einu af mörkum ársins. Gestirnir frá Þýskalandi voru í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og Arsenal vann boltann ofarlega á vellinum. Boltinn barst til Leah Williamson sem lagði hann snyrtilega með hælnum á Frida Maanum sem skoraði með þessu líka glæsilega skoti, slá og inn alveg upp við samskeytin. WHAT A STUNNER BY FRIDA MAANUM TO LEVEL THE TIE UP FOR ARSENAL!!!WATCH #UWCL LIVE NOW https://t.co/8tuXTubgjN https://t.co/YlEs7drA2Z pic.twitter.com/p9q4xWIx5k— DAZN Football (@DAZNFootball) March 29, 2023 Still thinking about that @FMaanum goal pic.twitter.com/JiMHpBzR1a— DAZN Football (@DAZNFootball) March 29, 2023 Staðan í einvíginu þarna orðin 1-0 Skyttunum í vil og skömmu síðar var hún orðin 2-0. Stina Blackstenius skallaði þá fyrirgjöf Katie McCabe í netið af stuttu færi. Frábær sókn hjá Arsenal upp vinstri vænginn og skallinn af stuttu færi. STINA BLACKSTENIUS DOUBLES IT FOR ARSENAL #UWCL LIVE NOW https://t.co/8tuXTubgjN https://t.co/YlEs7drA2Z pic.twitter.com/NMlgNOgCZR— DAZN Football (@DAZNFootball) March 29, 2023 Þrátt fyrir að Arsenal hafi fengið færi til að klára leikinn þá gekk það ekki eftir og undir lokin setti Bayern mikla pressu á heimaliðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekknum og Glódís Perla Viggósdóttir átti meðal annars skalla framhjá undir lok leiks. Allt kom þó fyrir ekki og Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2013. Barcelona er einnig komið í undanúrslit og á morgun kemur svo í ljós hvaða lið fylgja þeim þangað.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti