Rúnar um undanúrslitin: „Það verður stríð um Reykjanesbæ sem enginn má missa af“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 29. mars 2023 22:01 Rúngar Ingi er vægast sagt spenntur fyrir einvígi Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Vísir/Snædís Bára „Tilfinningin er rosalega góð,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir magnaðan sigur gegn Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokaumferðin fór fram og sigur Njarðvíkur, sá 7. í röð, sendi Val niður í 3. sætið. Íslandsmeistarar Njarðvíkur koma þar á eftir og eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar ásamt Keflavík, Haukum og Val. Þegar horft var á töfluna fyrir leik þá skipti leikurinn engu máli fyrir Njarðvík, þær voru að fara að enda í fjórða sæti sama hvað gerðist. En það var augljóst á meðan leik stóð að það skipti miklu máli fyrir liðið að vinna leikinn. Og hvernig þær unnu leikinn – fóru í gegnum miklar áskoranir til að gera það – gæti reynst mjög dýrmætt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valur var með öll tök á vellinum í fyrri hálfleik, frá byrjun þangað til að hálfleikshléið tók við. Njarðvíkingar náðu engum takti og það gekk lítið sem ekkert upp. Í öðrum leikhluta tók Rúnar leikhlé sem vakti athygli þar sem hann og Aliyah Collier, stjörnuleikmaður liðsins, skiptust á að garga á hvort annað. Það var hiti á bekknum en mögulega skipti það sköpum því eftir því sem leið á þá breyttu þær gremjunni í gleði. „Þetta var erfiður leikur. Fyrri hálfleikurinn var erfiður og við náðum aldrei sóknartakti. Það voru miklar andlegar áskoranir hjá okkur. Við erum búnar að spila betur og betur, en núna fór allt í baklás. Það tekur á andlegu hliðina. Við erum búnar að vera vinna í því í allan vetur. Það kom hökt, en þá er gott að hreinsa út og öskra á hvort annað, kveikja á okkur öllum. Þá eru allir meira en tilbúnir; frá byrjunarliði í aftasta mann á bekknum upp í okkur þjálfarana. Þetta er einn af þessum leikjum sem ég held að sé búinn að gera okkur að betra körfuboltaliði,“ sagði Rúnar en í kjölfarið var hann spurður út í leikhléið. „Við erum í þessu saman, þannig er það. Ég er að biðja þær um að tjá sig í staðinn fyrir að birgja hlutina inni.“ „Körfubolti snýst um að leysa vandamál í 40 mínútur. Ef við tölum ekki saman og útkljáum hlutina, þá náum við engum árangri. Ég garga á þær og reyni að kveikja á þeim, þá garga þær á mig til baka. Við tökumst í hendur og gefum hvort öðru faðmlag þegar leikurinn er búinn. Þannig eru íþróttir. Ég held að þetta sé stórt skref fyrir okkur líka; að snúa svona andlegri stöðu í að verða allar saman ein heild. Við vinnum frábært Valslið á útivelli og gerum það með stemningu og liðsheild. Það er ótrúlega sterkt.“ Það sýndi sig í kvöld að karakterinn sem býr í þessu Njarðvíkurliði er mikill. „Ég er ótrúlega sáttur með karakterinn og það er það sem ég ætla að tala um inn í klefa,“ sagði Rúnar og bætti við: „Þetta er leikur áhlaupa. Við náðum engu áhlaupi í fyrri hálfleik en um leið og við fengum áhlaup í byrjun seinni hálfleiks þá fundum við allavega einhvern takt. Þó þær skori nokkrar körfur á okkur þá leið mér strax betur. Ég er ótrúlega heppinn þjálfari að vera með frábærar körfuboltakonur í liðinu mínu. Þær hitta oftar en þær klikka – yfirleitt – og það var þannig í seinni hálfleik. Við erum ósigraðar í fjórðu umferðinni og förum brattar í úrslitakeppninni.“ Njarðvík er ríkjandi Íslandsmeistari. Deildarkeppnin var ekki stórkostleg hjá liðinu en þjálfarinn hefur trú á því að þær geti endurtekið leikinn frá því í fyrra. Njarðvík mætir Keflavík í nágrannaslag í undanúrslitunum en það fyrir fram er það einvígi af bestu gerð. „Að sjálfsögðu trúi ég því að við getum orðið Íslandsmeistarar. Ef ég gerði það þá myndi ég bara fara að gera eitthvað annað – horfa á fótbolta með konunni minni í útlöndum eða eitthvað. Við erum í þessu til að vinna. Við erum búnar að tala um það allt tímabilið að það verður enginn Íslandsmeistari í október. Þetta snýst um að setja púslin saman þegar það skiptir máli. Mér líður vel núna en það er rosalega áskorun framundan gegn Keflavík sem er frábært körfuboltalið.“ „Það verður stríð um Reykjanesbæ sem enginn má missa af,“ sagði þjálfari Njarðvíkur að lokum áður en hann hélt heim á leið. Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Þegar horft var á töfluna fyrir leik þá skipti leikurinn engu máli fyrir Njarðvík, þær voru að fara að enda í fjórða sæti sama hvað gerðist. En það var augljóst á meðan leik stóð að það skipti miklu máli fyrir liðið að vinna leikinn. Og hvernig þær unnu leikinn – fóru í gegnum miklar áskoranir til að gera það – gæti reynst mjög dýrmætt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valur var með öll tök á vellinum í fyrri hálfleik, frá byrjun þangað til að hálfleikshléið tók við. Njarðvíkingar náðu engum takti og það gekk lítið sem ekkert upp. Í öðrum leikhluta tók Rúnar leikhlé sem vakti athygli þar sem hann og Aliyah Collier, stjörnuleikmaður liðsins, skiptust á að garga á hvort annað. Það var hiti á bekknum en mögulega skipti það sköpum því eftir því sem leið á þá breyttu þær gremjunni í gleði. „Þetta var erfiður leikur. Fyrri hálfleikurinn var erfiður og við náðum aldrei sóknartakti. Það voru miklar andlegar áskoranir hjá okkur. Við erum búnar að spila betur og betur, en núna fór allt í baklás. Það tekur á andlegu hliðina. Við erum búnar að vera vinna í því í allan vetur. Það kom hökt, en þá er gott að hreinsa út og öskra á hvort annað, kveikja á okkur öllum. Þá eru allir meira en tilbúnir; frá byrjunarliði í aftasta mann á bekknum upp í okkur þjálfarana. Þetta er einn af þessum leikjum sem ég held að sé búinn að gera okkur að betra körfuboltaliði,“ sagði Rúnar en í kjölfarið var hann spurður út í leikhléið. „Við erum í þessu saman, þannig er það. Ég er að biðja þær um að tjá sig í staðinn fyrir að birgja hlutina inni.“ „Körfubolti snýst um að leysa vandamál í 40 mínútur. Ef við tölum ekki saman og útkljáum hlutina, þá náum við engum árangri. Ég garga á þær og reyni að kveikja á þeim, þá garga þær á mig til baka. Við tökumst í hendur og gefum hvort öðru faðmlag þegar leikurinn er búinn. Þannig eru íþróttir. Ég held að þetta sé stórt skref fyrir okkur líka; að snúa svona andlegri stöðu í að verða allar saman ein heild. Við vinnum frábært Valslið á útivelli og gerum það með stemningu og liðsheild. Það er ótrúlega sterkt.“ Það sýndi sig í kvöld að karakterinn sem býr í þessu Njarðvíkurliði er mikill. „Ég er ótrúlega sáttur með karakterinn og það er það sem ég ætla að tala um inn í klefa,“ sagði Rúnar og bætti við: „Þetta er leikur áhlaupa. Við náðum engu áhlaupi í fyrri hálfleik en um leið og við fengum áhlaup í byrjun seinni hálfleiks þá fundum við allavega einhvern takt. Þó þær skori nokkrar körfur á okkur þá leið mér strax betur. Ég er ótrúlega heppinn þjálfari að vera með frábærar körfuboltakonur í liðinu mínu. Þær hitta oftar en þær klikka – yfirleitt – og það var þannig í seinni hálfleik. Við erum ósigraðar í fjórðu umferðinni og förum brattar í úrslitakeppninni.“ Njarðvík er ríkjandi Íslandsmeistari. Deildarkeppnin var ekki stórkostleg hjá liðinu en þjálfarinn hefur trú á því að þær geti endurtekið leikinn frá því í fyrra. Njarðvík mætir Keflavík í nágrannaslag í undanúrslitunum en það fyrir fram er það einvígi af bestu gerð. „Að sjálfsögðu trúi ég því að við getum orðið Íslandsmeistarar. Ef ég gerði það þá myndi ég bara fara að gera eitthvað annað – horfa á fótbolta með konunni minni í útlöndum eða eitthvað. Við erum í þessu til að vinna. Við erum búnar að tala um það allt tímabilið að það verður enginn Íslandsmeistari í október. Þetta snýst um að setja púslin saman þegar það skiptir máli. Mér líður vel núna en það er rosalega áskorun framundan gegn Keflavík sem er frábært körfuboltalið.“ „Það verður stríð um Reykjanesbæ sem enginn má missa af,“ sagði þjálfari Njarðvíkur að lokum áður en hann hélt heim á leið.
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira