Öskruðu á hvort annað í leikhléi Njarðvíkur: „Vont að horfa á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2023 13:31 Þjálfarinn Rúnar Ingi Erlingsson og stjörnuleikmaðurinn Aliyah Collier hnakkrifust í leikhléi Njarðvíkur á Hlíðarenda í gær. Stöð 2 Sport Fólki var heitt í hamsi í leikhléi sem Njarðvík tók í leiknum gegn Val í lokaumferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöld, eins og sjá mátti í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var greinilega afar ósáttur við stjörnuleikmann Njarðvíkur, Aliyah Collier, sem svaraði þjálfaranum fullum hálsi. Njarðvík var á þessum tíma 30-18 undir og Collier virtist ekki leggja sig mikið fram í varnarleik liðsins. Njarðvík vann þó leikinn 79-73. „Hérna er Rúnar alveg brjálaður,“ sagði Ólöf Helga þegar þær Bryndís Guðmundsdóttir horfðu á upphaf leikhlésins, þar sem Rúnar sló af alefli í gólfið til að leggja áherslu á sitt mál. „Þetta er svakalegt,“ sagði Bryndís þegar rifrildið hófst en erfitt var að greina hvað fór þeirra á milli, þjálfarans og Collier. Klippa: Fólki heitt í hamsi í leikhléi Njarðvíkur „Þetta heyrðist svolítið illa en við sáum Rúnar öskra á þær og slá til, og Aliyah Collier svaraði honum fullum hálsi. Ég veit ekki hvort það heyrðist heima í stofu en það er eins og hún segi: „Við förum þá bara á morgun.“ Þetta var svolítið undarlegt,“ sagði Ólöf Helga en viðurkenndi að erfitt væri að greina hvort slíkar hótanir, um að fara frá Njarðvík, hefðu í alvöru heyrst. „Rúnar segist ánægður með að hreinsa út, hvetur þær til að segja sína skoðun í stað þess að birgja hana inni, og vill að þau öskri hvert á annað og losi,“ sagði Ólöf Helga og spurði svo Bryndísi hvort að hún hefði einhvern tímann á sínum ferli svarað þjálfara sínum eins og Collier gerði: Örugglega endað í sturtu ef maður hefði svarað svona „Nei, og ég hefði örugglega fengið rauða spjaldið og farið í sturtu ef maður hefði svarað svona. Mér finnst þetta áhugavert. Þú ert með þennan leikmann, af þessum kalíber, að hún beri ekki meiri virðingu fyrir Rúnari en þetta. Ég skil smá að allt liðið þurfi að geta losað, og það er greinilega búið að vera stirt á milli hjá einhverjum í liðinu, þjálfara eða leikmönnum. Ég veit ekki hvað það er. En geta þá bara allir tjáð sig svona við þjálfarann?“ spurði Bryndís. Hún benti á að í leikmannahópi Njarðvíkur væru til að mynda tvær mjög ungar stelpur, Sara Björk Logadóttir og Hulda María Agnarsdóttir, sem að Collier þjálfaði: „Hún er þjálfari þeirra líka. Geta þær þá talað svona við hana líka? Þetta er svo fín lína. En ég skil líka að í hita leiksins segir maður eitthvað sem maður ætlaði sér ekki endilega að segja. Eftir leikinn er svo kannski bara faðmlag og fyrirgefðu. En það var samt vont að horfa á þetta,“ sagði Bryndís en bætti síðar við: „En þær vinna samt leikinn svo að greinilega virkaði þetta. Kannski er þetta bara einhver taktík sem Njarðvík þarf á að halda.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Sjá meira