Lífið

Andri Freyr og Hödd nýtt par

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Andri Freyr og Hödd eru sannkallað stjörnupar. Andri Freyr var útvarpsmaður á X-inu um árabil og síðar í útvarpi og sjónvarpi á Rás 2. Hödd var fréttakona á Stöð 2 og gerði innslög í Ísland í dag.
Andri Freyr og Hödd eru sannkallað stjörnupar. Andri Freyr var útvarpsmaður á X-inu um árabil og síðar í útvarpi og sjónvarpi á Rás 2. Hödd var fréttakona á Stöð 2 og gerði innslög í Ísland í dag.

Samkvæmt staðfestum heimildum Vísis eru almannatengillinn og fyrrverandi fréttakonan Hödd Vilhjálmsdóttir og útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson orðin par. 

Bæði hafa þau Hödd og Andri lengi verið viðloðandi fjölmiðlaheiminn en Hödd starfaði meðal annars á fréttastofu Stöðvar 2 um tíma. 

Andri Freyr er einn ástsælasti útvarpsmaður landsins en sló einnig í gegn með sjónvarpsþáttunum Andri á flandri sem sýndir voru á RÚV. 

Í dag er Andri einn þáttarstjórnanda Síðdegisútvarpsins hjá RÚV en Hödd er sjálfstætt starfandi almannatengill. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×