Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 2-2 | Stjarnan Lengjubikarsmeistari eftir sigur í vítakeppni Hjörvar Ólafsson skrifar 1. apríl 2023 18:00 Stjarnan hafði betur vísir/hulda margrét Stjarnan hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Þór/KA í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar skoraði Stjarnan úr öllum sínum spyrnan á meðan Þór/KA brenndi af einni. Þór/KA náði forystunni tvisvar sinnum í leiknum en þar voru að verki Sandra María Jessen og Hulda Ósk Jónsdóttir. Snædís María Jörundsdóttir og Ólína Ágústa Valdimarsdóttir jöfnuðu hins vegar metin fyrir Stjörnuliðið. Ólína Ágústa, sem kom inná sem varamaður í leiknum, sá til þess að úrslitin réðust vítaspyrnukeppni þegar hún skoraði eftir undirbúning frá öðrum varamanni Ölmu Mathiesen. Stjarnan skoraði úr öllum sínum vítaspyrnum en Huldu Ósk brást bogalistinn og þar af leiðandi fór Stjarnan með sigur af hólmi. Kristján: Margt sem við getum bætt fram að móti „Frammistaðan var bara heilt yfir fín en það það er margt sem við þurfum að bæta í kringum báða vítateiga fram að því að mótið hefst. Við vorum meira með boltann án þess að ná að skapa mörg opin fær og svo fengum við tvö mörk á okkur sem er ekki nógu gott," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. „Ég býst við því að fá nokkra leikmenn inn í leikmannahópinn áður en Íslandsmótið byrjar og svo verðum við bara að halda áfram að vinna í okkar málum. Það var frábært að sjá hversu rólegar við vorum á vítapunktinum líkt og í undanúrslitunum," sagði Kristján enn fremur. Jóhann Kristinn: Svekkjandi að ná ekki að klára leikinn með sigri „Mér fannst spilamennskan bara ágæt og við skoruðum tvö fín mörk. Það er hins vegar af svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigri eftir að hafa komist tvisvar sinnum yfir. Að mínu mati hefðum við getað komið í veg fyrir bæði mörkin þeirra en við lærum bara af þessu," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, súr. „Ég á ekki von því að við bætum við leikmönnum í hópinn hjá okkur fram að móti fyrir utan að það er von á markmanni til þess að vera Hörpu til halds og trausts eftir páska. Annars erum við bara með hugann við það að bæta okkar leikmenn dag frá degi," sagði Jóhann Kristinn um framhaldið. Besta deild kvenna Stjarnan Þór Akureyri KA
Stjarnan hafði betur í vítaspyrnukeppni gegn Þór/KA í úrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar skoraði Stjarnan úr öllum sínum spyrnan á meðan Þór/KA brenndi af einni. Þór/KA náði forystunni tvisvar sinnum í leiknum en þar voru að verki Sandra María Jessen og Hulda Ósk Jónsdóttir. Snædís María Jörundsdóttir og Ólína Ágústa Valdimarsdóttir jöfnuðu hins vegar metin fyrir Stjörnuliðið. Ólína Ágústa, sem kom inná sem varamaður í leiknum, sá til þess að úrslitin réðust vítaspyrnukeppni þegar hún skoraði eftir undirbúning frá öðrum varamanni Ölmu Mathiesen. Stjarnan skoraði úr öllum sínum vítaspyrnum en Huldu Ósk brást bogalistinn og þar af leiðandi fór Stjarnan með sigur af hólmi. Kristján: Margt sem við getum bætt fram að móti „Frammistaðan var bara heilt yfir fín en það það er margt sem við þurfum að bæta í kringum báða vítateiga fram að því að mótið hefst. Við vorum meira með boltann án þess að ná að skapa mörg opin fær og svo fengum við tvö mörk á okkur sem er ekki nógu gott," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að leik loknum. „Ég býst við því að fá nokkra leikmenn inn í leikmannahópinn áður en Íslandsmótið byrjar og svo verðum við bara að halda áfram að vinna í okkar málum. Það var frábært að sjá hversu rólegar við vorum á vítapunktinum líkt og í undanúrslitunum," sagði Kristján enn fremur. Jóhann Kristinn: Svekkjandi að ná ekki að klára leikinn með sigri „Mér fannst spilamennskan bara ágæt og við skoruðum tvö fín mörk. Það er hins vegar af svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigri eftir að hafa komist tvisvar sinnum yfir. Að mínu mati hefðum við getað komið í veg fyrir bæði mörkin þeirra en við lærum bara af þessu," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, súr. „Ég á ekki von því að við bætum við leikmönnum í hópinn hjá okkur fram að móti fyrir utan að það er von á markmanni til þess að vera Hörpu til halds og trausts eftir páska. Annars erum við bara með hugann við það að bæta okkar leikmenn dag frá degi," sagði Jóhann Kristinn um framhaldið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti