Rétti tíminn til að byggja Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. apríl 2023 12:00 Sigurður Ingi segir nýja fjármálaáætlun ekki standa í vegi fyrir framkvæmdum. Stöð 2/Ívar Fannar Sveitarstjórnarráðherra segir rétta tímann núna, þegar margt bendi til að fasteignamarkaðurinn sé að frjósa, fyrir hið opinbera að stíga inn og stuðla að byggingu nýrra íbúða Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“ Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Íbúðamarkaðurinn var á meðal þess sem til umræðu var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps var á meðal þeirra sem hélt erindi í gær. Hann sagði íbúafjölda hafa nærri tvöfaldast á svæðinu á áratug samhliða fjölgun ferðamanna. Staðan sé nú sú að það vanti íbúðir ólíkt því sem áður var. „Mjög mikill þrýstingur á húsnæði og staðan verið sú að atvinnurekendur þeir hafa keppst um að kaupa það sem að kemur á sölu. Sveitarfélagið hefur átt aðkomu að þó nokkrum íbúðaverkefnum en verið í sömu stöðu og aðrir atvinnurekendur. Við höfum þurft að kaupa og eiga húsnæði til þess að geta tekið á móti nýju starfsfólki. Þetta er erfið staða.“ Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.Stöð 2/Ívar Fannar Eina lausnin að byggja meira Samhliða þessu hafi fasteignaverð á svæðinu hækkað og sveitarfélagið gripið til þess ráðs að setja takmarkanir útleigu til ferðamanna á íbúðarhúsnæði. Til að bregðast við ástandinu hefur verið lögð áhersla á að byggja. „Það hefur aldrei verið jafn mikið af íbúðum í byggingum eins og er. Við erum að ganga frá samkomulagi við HMS og verktaka um byggingu fjölbýlishús sem að óhagnaðardrifin leigufélög munu kaupa í. Þetta er þolinmæðisverkefni en eina lausnin er að byggja meira.“ Nægir fjármunir í boði Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir ljóst að það þurfi að byggja þrjátíu og fimm þúsund íbúðir hér á landi á næstu tíu árum og búið sé að gera samninga við sveitarfélög til að ná því markmiði. „Hluti þeirra verður byggður sem sagt með stuðningi hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga og þess vegna er mikilvægt að við tökum höndum saman um það. Í fjármálaáætluninni er nægir fjármunir til þess að leggja af stað inni í þá vegferð þannig að það er ekki eftir neinu að bíða. Við getum farið af stað. Ég held að það sé akkúrat rétti tíminn núna þegar að svona margt bendir til þess að það sé að frjósa markaðurinn að þá er einmitt rétti tíminn fyrir opinbera aðila að stíga inn.“
Sveitarstjórnarmál Mýrdalshreppur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira