Gestirnir í Breda tóku forystuna strax á 16. mínútu leiksins áður en heimamenn jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik.
Elías endurheimti þó forystu gestanna með marki á 57. mínútu og fimm mínútum síðar var staðan orðin 1-3 þegar Simon Janssen, varnarmaður Venlo, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Niðurstaðan því 1-3 sigur Breda sem situr nú í áttunda sæti hollensku B-deildarinnar með 46 stig eftir 31 leik, sex stigum minna en Venlo sem situr í fjórða sæti.