Segist enn vera sár yfir brottrekstrinum frá Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 07:00 Thomas Tuchel er enn sár yfir því að hafa verið rekinn frá Chelsea. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Thomas Tuchel, nýráðinn knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, segist enn vera sár yfir því að hafa verið látinn fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea fyrr á tímabilinu. Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira