Fótbolti

Alexandra byrjaði í mikilvægum sigri Fiorentina

Smári Jökull Jónsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir er að spila vel á Ítalíu.
Alexandra Jóhannsdóttir er að spila vel á Ítalíu. Gabriele Maltinti/Getty Images

Fiorentina vann mikilvægan sigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Fiorentina í leiknum.

Fyrir leikinn var Fiorentina jafnt Inter að stigum í keppni fimm efstu liðanna um ítalska meistaratitilinn. Roma er með nokkuð þægilega forystu á toppnum en andstæðingar dagsins í 3.-4. sæti deildarinnar.

Alexandra var eins og áður segir í byrjunarliði Fiorentina sem náði forystunni á 64. mínútu þegar Milica Mijatovic skoraði eftir sendingu Alica Tortelli.

Inter tókst ekki að jafna metin og Fiorentina fagnaði góðum 1-0 sigri. Liðið er því núna eitt í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Inter. Átta stig eru upp í lið Juventus sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með en Roma er með átta stiga forskot á Juventus á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×