Fótbolti

Potter rekinn frá Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Graham Potter þarf að leita sér að nýju starfi.
Graham Potter þarf að leita sér að nýju starfi. James Williamson - AMA/Getty Images

Graham Potter hefur verið rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea eftir aðeins rúmt hálft ár í starfi.

Potter tók við Chelsea í byrjun september á síðasta ári eftir að Þjóðverjinn Thomas Tuchel var látinn taka poka sinn.

Undir hans stjórn hefur gengi liðsins ekki verið upp á marga fiska og Chelsea hefur aðeins unnið 12 leiki af 31 sem Potter hefur verið við stjórnvölin.

Potter skilur við Chelsea í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 38 stig eftir 28 leiki. Liðið mátti þola 2-0 tap gegn Aston Villa í gær og virðist það hafa verið kornið sem fyllti mælinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×