Harma mikla blóðtöku fyrir Keflavík: „Dómarinn ætti bara að skammast sín“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 10:31 Bræðurnir Hjalti Þór og Hörður Axel Vilhjálmssynir voru bálreiðir eftir að Hörður fékk brottvísunina. Stöð 2 Sport „Þetta er svo vitavonlaust og galið að maður á eiginlega ekki til orð,“ sagði Sævar Sævarsson í Subway Körfuboltakvöldi um þá ákvörðun dómara að vísa Herði Axel Vilhjálmssyni úr húsi eftir að leik Keflavíkur og Njarðvíkur lauk í síðustu viku. Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira