Körfubolti

„Ein­hvern tímann verður maður að læra af mis­tökum for­tíðarinnar“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ætti New York Knicks að reyna við Damian Lillard?
Ætti New York Knicks að reyna við Damian Lillard? Ian Maule/Getty Images

„Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta.

„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins eru annað hvort sammála eða ósammála. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Sérfræðingar að þessu sinni voru Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson.

New York Knicks ættu að reyna við Damian Lillard

„Neeei, þvert nei,“ sagði Knicks stuðningsmaðurinn Hörður Unnsteinsson við þeirri pælingu.

„Einhvern tímann verður maður að læra af mistökum fortíðarinnar og ef það er eitthvað lið í NBA deildinni sem ætti ekki að skipta fyrir aldna súperstjörnu, og hvað þá leikstjórnanda,“ bætti Hörður við.

„Eins og ég segi, ég vísa bara í pissuskálaumræður. Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því,“ sagði Kjartan Atli eftir að Sigurður Orri hafði bætt við að Knicks hefði ekkert við Lillard að gera.

Jalen Jackson Jr. er varnarmaður ársins

„Já, hands down. Síðan hann kom til baka eftir meiðsli eru Memphis Grizzlies búnir að vera besta varnarlið deildarinnar.“

Miami Heat nær í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar

„Nei þeir klúðruðu því með því að ná ekki að elta uppi Brooklyn Nets.Held að Miami hefði alveg getað spilað við Philadelphia 76ers og látið því líða mjög illa. Þeir geta hins vegar ekki unnið Boston Celtics og þeir geta ekki unnið Milwaukee Bucks,“ sagði Sigurður Orri.

2003 er besta nýliðaval sögunnar

„Neeeei, er það?“ svaraði Hörður eftir að hugsa sig vel um. Umræðuna um besta nýliðaval allra tíma sem og ítarlegi svör við fullyrðingunum hér að ofan má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Lögmál leiksins: Einhvern tímann verður maður að læra af mistökum fortíðarinnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×