Íslenski boltinn

Brenna frá Íslandi með gullskó í tösku

Sindri Sverrisson skrifar
Brenna Lovera býr sig undir skot í leik gegn Þrótti í fyrra.
Brenna Lovera býr sig undir skot í leik gegn Þrótti í fyrra. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Brenna Lovera, einn af betri framherjum Bestu deildarinnar í fótbolta síðustu ár, er farinn frá Selfossi til bandaríska félagsins Chicago Red Stars.

Brenna hefur verið sannkallaður lykilmaður í liði Selfoss síðustu ár en hún spilaði reyndar fyrstu leiki sína á Íslandi með ÍBV, sumarið 2019, þegar hún skoraði sex mörk í níu leikjum.

Brenna átti sitt besta tímabil 2021 þegar hún vann gullskóinn sem markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, með þrettán mörk í sextán leikjum, en í fyrra skoraði hún átta mörk í Bestu deildinni og fjögur í Mjólkurbikarnum.

Brenna var fengin til Chicago Red Stars vegna meiðsla Addie McCain. Í frétt á vef félagsins segir að Brenna sé ekki ókunnug Chicago þar sem að hún hafi spilað í fjögur ár fyrir Northwestern-háskólann, þar sem hún skoraði 19 mörk og átti sjö stoðsendingar í 74 leikjum.

Brenna bíður þess nú að spila sinn fyrsta leik fyrir Chicago Red Stars en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á nýju tímabili, eftir að hafa endað í 6. sæti og komist í úrslitakeppnina á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×