Umfjöllun og viðtal: Afturelding - Stjarnan 33-29 | Þýðingarlítill sigur Mosfellinga Hinrik Wöhler skrifar 10. apríl 2023 17:30 Afturelding - Stjarnan Powerade karla HSÍ vor 2023 Mosfellingar unnu fjögurra marka sigur á Stjörnunni í Mosfellsbæ í dag, lokatölur voru 33-29. Þetta var síðasti leikur liðanna í deildinni og enda Mosfellingar í fimmta sæti á meðan Stjörnumenn þurfa að sætta sig við sjötta sætið. Líkt og síðasta viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade-bikarsins var sigurinn aldrei í hættu hjá Mosfellingum og leiddu þeir allan leikinn. Heimamenn byrjuðu að krafti og komust þremur mörkum yfir strax í byrjun. Þeir juku forskotið á fyrstu mínútum leiksins og var staðan orðinn 7-2 heimamönnum í vil eftir aðeins sjö mínútna leik. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tekur leikhlé og í kjölfarið ná Stjörnumenn ágætis kafla og ná að minnka muninn í tvö mörk, 9-7. Heimamenn stigu þá á bensíngjöfina og komu sér í fimm marka forystu í hálfleik. Jovan Kukobat, markvörður Aftureldingar átti virkilega góðan fyrri hálfleik og varði níu bolta á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Hann las vinstri hornamenn Stjörnunnar eins og opna bók en vinstri hornamenn Stjörnurnar náðu ekki að koma boltanum framhjá Jovan í sex tilraunum í fyrri hálfleik. Mosfellingar komu virkilega beinskeyttir til leiks í síðari hálfleik og var fyrri hluti síðari hálfleiks eign heimamanna. Það gekk allt upp hjá Mosfellingum og nýttu þeir færin afar vel framan af síðari hálfleik. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leyfði sér undir lok leiks að leyfa yngri leikmönnum að spreyta sig og á sama tíma náði Stjarnan að klóra í bakkann. Niðurstaðan var öruggur fjögurra marka sigur heimamanna. Eins og áður voru það Þorsteinn Leó Gunnarsson og Árni Bragi Eyjólfsson sem héldu uppi sóknarleik Aftureldingar. Árni Bragi skoraði tíu mörk, þar af þrjú af vítalínunni og Þorsteinn Leó var með sjö mörk. Í liði Stjörnunnar var það línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem var fremstur meðal jafningja en hann skoraði átta mörk. Af hverju vann Afturelding? Mosfellingar eru með gott tak á Stjörnunni en þeir hafa sigrað Garðbæinga í öllum þremur leikjum liðanna á tímabilinu. Góð byrjun kom Mosfellingum á bragðið og á sama tíma náði Stjarnan ekki að nýta færin. Jovan Kukobat, markvörður heimamanna, átti virkilega góðan fyrri hálfleik og leyfði Stjörnumönnum aldrei að komast almennilega inn í leikinn. Vel útfærðar sóknir og góð færanýting heimamanna skiluðu þeim þægilegum sigri í Mosfellsbæ í dag. Hverjir stóðu upp úr? Tíu marka maðurinn, Árni Bragi Eyjólfsson, var sprækur í liði Aftureldingar dag. Hann skoraði mörk úr öllum regnbogans litum, úr horninu, fyrir utan, hraðaupphlaup og af vítalínunni. Þorsteinn Leó lyfti sér upp fyrir utan þegar Mosfellingum vantaði mark og skoraði sjö mörk úr tíu skotum, ágætis nýting hjá skyttunni. Þórður Tandri Ágústsson hélt Garðbæingum inn í leiknum en hann nýtti færin mjög vel af línunni og var með átta mörk úr jafnmörgum skotum. Björgvin Hólmgeirsson skapaði mörg góð færi fyrir liðsfélagana ásamt því að skora sex mörk. Hvað gekk illa? Færanýting Stjörnunnar var ekki upp á marga fiska en skotnýting Stjörnunnar var 59% á meðan Afturelding var með 73%. Hornamenn Stjörnunnar hafa átt betri daga en nýtingin úr hornunum var 27% eða þrjú mörk úr ellefu skotum. Sömuleiðis náðu þeir þrír markverðir Stjörnunnar sem komu við sögu í dag sér ekki nægilega á strik í leiknum en þeir voru með 20% markvörslu. Hvað gerist næst? Hefðbundinni deildarkeppni er nú lokið og tekur við átta liða úrslit í úrslitakeppninni. Hvorugt liðið fær heimavallarréttinn í leikjum sínum. Mosfellingar mæta nágrönnum sínum í Úlfarársdal. Fram og Afturelding enduðu með jafnmörg stig í deildinni og má búast við æsispennandi rimmu. Stjörnumenn eiga afar erfitt verkefni fyrir höndum en þeir fara til Vestmannaeyja í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni og mæta ÍBV. Gunnar Magnússon: Góður dagur á skrifstofunni Gunnar Magnússon er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var glaðbeittur á svip eftir heldur þægilegan sigur í Mosfellsbæ í dag. „Þetta var fagmannlega gert og við mættum klárir í þetta, við vorum bara mjög góðir fyrstu fjörutíu mínúturnar. Við gáfum þeim aldrei möguleika og höfðum öll tök á leiknum og sigldum þessu þægilega heim. Þetta var eins og ég vildi hafa þetta í dag en ég lagði mikið upp úr því að klára þetta með sigri og fara með fullt sjálfstraust inn í úrslitakeppnina,“ sagði Gunnar eftir leikinn í dag. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum leiddu Mosfellingar með níu mörkum og náði Gunnar að nýta mannskapinn og leyfði minni spámönnum að spreyta sig. „Ég náði að rúlla á mönnum og hafa alla ferska næstu helgi þegar úrslitakeppnin byrjar. Þetta spilaðist eins og við vildum og höfðum tök á þessu allan tímann. Góður dagur á skrifstofunni.“ Afturelding mætir Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Mosfellingar hafa átt í töluverði basli að sigra Fram undanfarin ár og hafa tapað báðum leikjum á móti liðinu á tímabilinu. „Við erum nú bara á öðrum stað en við höfum verið á síðustu mánuðum eða árum. Framliðið hafa verið frábærir eftir áramót, hafa aðeins tapað tveimur leikjum og við bara þremur þannig þetta eru kannski tvö af heitustu liðunum. Engu síður erum við með fullt sjálfstraust og erum að spila vel og förum brattir inn í þetta einvígi. Það er gaman að mæta Fram og liðin eru í fjórða og fimmta sæti jöfn að stigum og þetta eru tvö afar jöfn lið,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í komandi verkefni. Fimmta sætið í deildinni þýðir að Afturelding þarf að hefja leik á útivelli í úrslitakeppninni en Gunnar telur það ekki skipta miklu máli í einvígi þeirra á móti Fram. „Auðvitað hefði maður viljað heimavallarrétinn en við þurfum bara að stela honum í staðinn. Þetta er Fram á móti Aftureldingu, ég held að það skiptir ekki öllu máli í hvoru húsinu við spilum. Það væri kannski annað mál ef við værum að fara til Eyja eða Akureyrar.“ Olís-deild karla Afturelding Stjarnan
Mosfellingar unnu fjögurra marka sigur á Stjörnunni í Mosfellsbæ í dag, lokatölur voru 33-29. Þetta var síðasti leikur liðanna í deildinni og enda Mosfellingar í fimmta sæti á meðan Stjörnumenn þurfa að sætta sig við sjötta sætið. Líkt og síðasta viðureign liðanna í undanúrslitum Powerade-bikarsins var sigurinn aldrei í hættu hjá Mosfellingum og leiddu þeir allan leikinn. Heimamenn byrjuðu að krafti og komust þremur mörkum yfir strax í byrjun. Þeir juku forskotið á fyrstu mínútum leiksins og var staðan orðinn 7-2 heimamönnum í vil eftir aðeins sjö mínútna leik. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tekur leikhlé og í kjölfarið ná Stjörnumenn ágætis kafla og ná að minnka muninn í tvö mörk, 9-7. Heimamenn stigu þá á bensíngjöfina og komu sér í fimm marka forystu í hálfleik. Jovan Kukobat, markvörður Aftureldingar átti virkilega góðan fyrri hálfleik og varði níu bolta á fyrstu þrjátíu mínútum leiksins. Hann las vinstri hornamenn Stjörnunnar eins og opna bók en vinstri hornamenn Stjörnurnar náðu ekki að koma boltanum framhjá Jovan í sex tilraunum í fyrri hálfleik. Mosfellingar komu virkilega beinskeyttir til leiks í síðari hálfleik og var fyrri hluti síðari hálfleiks eign heimamanna. Það gekk allt upp hjá Mosfellingum og nýttu þeir færin afar vel framan af síðari hálfleik. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, leyfði sér undir lok leiks að leyfa yngri leikmönnum að spreyta sig og á sama tíma náði Stjarnan að klóra í bakkann. Niðurstaðan var öruggur fjögurra marka sigur heimamanna. Eins og áður voru það Þorsteinn Leó Gunnarsson og Árni Bragi Eyjólfsson sem héldu uppi sóknarleik Aftureldingar. Árni Bragi skoraði tíu mörk, þar af þrjú af vítalínunni og Þorsteinn Leó var með sjö mörk. Í liði Stjörnunnar var það línumaðurinn Þórður Tandri Ágústsson sem var fremstur meðal jafningja en hann skoraði átta mörk. Af hverju vann Afturelding? Mosfellingar eru með gott tak á Stjörnunni en þeir hafa sigrað Garðbæinga í öllum þremur leikjum liðanna á tímabilinu. Góð byrjun kom Mosfellingum á bragðið og á sama tíma náði Stjarnan ekki að nýta færin. Jovan Kukobat, markvörður heimamanna, átti virkilega góðan fyrri hálfleik og leyfði Stjörnumönnum aldrei að komast almennilega inn í leikinn. Vel útfærðar sóknir og góð færanýting heimamanna skiluðu þeim þægilegum sigri í Mosfellsbæ í dag. Hverjir stóðu upp úr? Tíu marka maðurinn, Árni Bragi Eyjólfsson, var sprækur í liði Aftureldingar dag. Hann skoraði mörk úr öllum regnbogans litum, úr horninu, fyrir utan, hraðaupphlaup og af vítalínunni. Þorsteinn Leó lyfti sér upp fyrir utan þegar Mosfellingum vantaði mark og skoraði sjö mörk úr tíu skotum, ágætis nýting hjá skyttunni. Þórður Tandri Ágústsson hélt Garðbæingum inn í leiknum en hann nýtti færin mjög vel af línunni og var með átta mörk úr jafnmörgum skotum. Björgvin Hólmgeirsson skapaði mörg góð færi fyrir liðsfélagana ásamt því að skora sex mörk. Hvað gekk illa? Færanýting Stjörnunnar var ekki upp á marga fiska en skotnýting Stjörnunnar var 59% á meðan Afturelding var með 73%. Hornamenn Stjörnunnar hafa átt betri daga en nýtingin úr hornunum var 27% eða þrjú mörk úr ellefu skotum. Sömuleiðis náðu þeir þrír markverðir Stjörnunnar sem komu við sögu í dag sér ekki nægilega á strik í leiknum en þeir voru með 20% markvörslu. Hvað gerist næst? Hefðbundinni deildarkeppni er nú lokið og tekur við átta liða úrslit í úrslitakeppninni. Hvorugt liðið fær heimavallarréttinn í leikjum sínum. Mosfellingar mæta nágrönnum sínum í Úlfarársdal. Fram og Afturelding enduðu með jafnmörg stig í deildinni og má búast við æsispennandi rimmu. Stjörnumenn eiga afar erfitt verkefni fyrir höndum en þeir fara til Vestmannaeyja í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni og mæta ÍBV. Gunnar Magnússon: Góður dagur á skrifstofunni Gunnar Magnússon er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var glaðbeittur á svip eftir heldur þægilegan sigur í Mosfellsbæ í dag. „Þetta var fagmannlega gert og við mættum klárir í þetta, við vorum bara mjög góðir fyrstu fjörutíu mínúturnar. Við gáfum þeim aldrei möguleika og höfðum öll tök á leiknum og sigldum þessu þægilega heim. Þetta var eins og ég vildi hafa þetta í dag en ég lagði mikið upp úr því að klára þetta með sigri og fara með fullt sjálfstraust inn í úrslitakeppnina,“ sagði Gunnar eftir leikinn í dag. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum leiddu Mosfellingar með níu mörkum og náði Gunnar að nýta mannskapinn og leyfði minni spámönnum að spreyta sig. „Ég náði að rúlla á mönnum og hafa alla ferska næstu helgi þegar úrslitakeppnin byrjar. Þetta spilaðist eins og við vildum og höfðum tök á þessu allan tímann. Góður dagur á skrifstofunni.“ Afturelding mætir Fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Mosfellingar hafa átt í töluverði basli að sigra Fram undanfarin ár og hafa tapað báðum leikjum á móti liðinu á tímabilinu. „Við erum nú bara á öðrum stað en við höfum verið á síðustu mánuðum eða árum. Framliðið hafa verið frábærir eftir áramót, hafa aðeins tapað tveimur leikjum og við bara þremur þannig þetta eru kannski tvö af heitustu liðunum. Engu síður erum við með fullt sjálfstraust og erum að spila vel og förum brattir inn í þetta einvígi. Það er gaman að mæta Fram og liðin eru í fjórða og fimmta sæti jöfn að stigum og þetta eru tvö afar jöfn lið,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í komandi verkefni. Fimmta sætið í deildinni þýðir að Afturelding þarf að hefja leik á útivelli í úrslitakeppninni en Gunnar telur það ekki skipta miklu máli í einvígi þeirra á móti Fram. „Auðvitað hefði maður viljað heimavallarrétinn en við þurfum bara að stela honum í staðinn. Þetta er Fram á móti Aftureldingu, ég held að það skiptir ekki öllu máli í hvoru húsinu við spilum. Það væri kannski annað mál ef við værum að fara til Eyja eða Akureyrar.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti