Fótbolti

Dramatík þegar Inter tapaði niður forystunni í uppbótartíma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Candreva bjargaði stigi fyrir Salernitana í dag.
Candreva bjargaði stigi fyrir Salernitana í dag. vísir/Getty

Internazionale varð af mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Inter heimsótti Salernitana og fór leikurinn virkilega vel af stað hjá gestunum þar sem þýski bakvörðurinn Robin Gosens náði forystunni fyrir Inter strax á sjöttu mínútu eftir stoðsendingu frá Romelu Lukaku.

Eftir því sem leið á leikinn var ekki útlit fyrir annað en að Inter færi með sigur af hólmi en allt kom fyrir ekki.

Gamla brýnið Antonio Candreva, sem lék um skeið með Inter, jafnaði metin fyrir Salernitana þegar misheppnuð fyrirgjöf hans endaði í markinu. Slæm mistök hjá Andre Onana í marki Inter sem reyndust dýrkeypt þar sem leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Inter hefur 53 stig í 3.sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×