Fótbolti

Sjálfsmark kom Napoli aftur á sigurbraut | Þórir Jóhann spilaði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Verðandi Ítalíumeistarar.
Verðandi Ítalíumeistarar. vísir/Getty

Napoli steig stórt skref í átt að Ítalíumeistaratitlinum með torsóttum sigri á Þóri Jóhanni Helgasyni og félögum í Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Giovanni Di Lorenzo náði forystunni fyrir toppliðið snemma leiks en Napoli fékk skell gegn AC Milan í síðustu umferð.

Federico Di Francesco jafnaði metin fyrir heimamenn snemma í síðari hálfleik en eftir rúmlega klukkutíma leik náði Napoli aftur forystunni þegar Wladimiro Falcone, markvörður Lecce, gerði sig sekan um slæm mistök og missti í rauninni boltann inn í markið sitt.

Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann kom inn af bekknum hjá Lecce á 70.mínútu en ekkert mark var skorað það sem eftir lifði leiks og lokatölur 1-2 fyrir Napoli sem hefur nítján stiga forystu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×