Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. apríl 2023 10:02 Það ber ekki öllum saman um það í fjölskyldunni hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78, vaknar á morgnana. En þegar hún loksins fer fram úr hefst dagurinn á nokkuð skemmtilegri dagskrá. Því Tótla og yngsta dóttir hennar eru báðar spilasjúkar og hefja flesta daga á því að taka spil, spjalla og skipuleggja hvað er hægt að gera skemmtilegt í lok dags. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það fer eiginlega eftir því hvern þú spyrð. Ég held því statt og stöðugt fram að ég vakni með börnunum mínum klukkan sex alla daga en þær eru alls ekki sammála því. Ég geri allt sem í mínu valdi stendur til að fá að sofa örlítið lengur. Dætur mínar eyða miklum tíma í að lokka mig fram úr rúminu. Múta mér með bakklóri og að þær hafi sett kaffið af stað. Það endar hins vegar yfirleitt á því að þær ræna sænginni minni eða virkja móðurlega samviskubitið að þær séu að verða hungurmorða.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? ,,Þegar þær ná mér loksins fram úr setjumst við niður saman. Þær fá sér morgunmat og ég fæ mér kaffibolla. Yngri dóttir mín er jafn spilasjúk og ég svo að við byrjum flesta morgna á að spila og spjalla um það sem er framundan. Við gerum plön saman hvað við ætlum að gera þegar öllum okkar skyldum lýkur þann daginn. Vinsælast er að fara í sund, hjólatúr eða fá einhverja skemmtilega vini í heimsókn. Ég þarf svo alltaf að renna yfir fréttahringinn minn. Skanna helstu netmiðla og athuga hvað er að gerast í heiminum. Arfleifð frá fyrri tímum þegar ég starfaði á fréttastofunni og ég hef aldrei náð að venja mig af.“ Er einhver skemmtilegur málsháttur eða orðatiltæki sem þér dettur í hug og finnst alltaf eiga jafn vel við? „„Ef þú ferð ekki upp á fjallið færðu ekki útsýni yfir dalinn.“ Þetta er að einhverju leyti mjög mikil klisja en hefur verið einhvers konar form af lífsmottói. Líf mitt hefur tekið svo miklum stakkaskiptum undanfarin ár og ég hef ekkert alltaf vitað nákvæmlega hvert ég er að stefna. Það sem ég veit hins vegar fyrir víst er að ef ég reyni ekki, mun ekkert gerast.“ Tótla segist svolítið hrærast í skipulögðu kaósi, þó með góða yfirsýn yfir allt saman en viðurkennir að geta ekki lifað án skrifstofustýru samtakanna, hún sjái um að bóka allt hennar líf. Tótla er stöðugt að reyna að finna einhverja heilbrigða leið til að sofna fyrr á kvöldin, þó án árangurs til þessa.Vísir/Egill Aðalsteinsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að klára MBA nám frá Háskólanum í Reykjavík og er að klára lokaverkefnið mitt. Það er púsluspil að reyna að komast í að skrifa í hjáverkum með vinnu og blessuðum börnunum. Þó að námið mitt hafi verið ein sú skemmtilegasta áskorun sem ég hef tekið að mér og ég muni svo sannarlega sakna þess mikið þá get ég ekki beðið eftir því að klára ritgerðina. Ég held ég hafi samt loksins öðlast þann þroska að vera í háskólanámi fyrir mig, ekki einungis til að klára einhverja gráðu. Það er fátt skemmtilegra en að fá að læra nýja hluti.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég bý við þau einstöku lífsgæði að skrifstofustýran í vinnunni minni bókar allt líf mitt. Gæti ekki lifað án Bergrúnar. Ég lifi og hrærist alfarið út frá dagatalinu mínu. Sé hvaða fyrirlestrar eru framundan og undirbý mig fyrir það sem koma skal. Ég flyt erindi fyrir svo fjölbreytta hópa að ég er stöðugt að aðlaga efnið að því sem fólk getur nýtt sér í störfum sínum. Ég lifi svolítið út frá skipulögðu kaosi, ég veit hvar allt er og með fullkomna yfirsýn yfir það sem er að gerast en það er ekki nokkur leið fyrir neinn annan að ganga inn í það skipulag.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég á það til að vaka fram eftir. Ég virðist vera mest skapandi og virkust svona um það bil á þeirri mínútu sem ég legg höfuðið á koddann. Þá dettur mér í hug eitthvað nýtt efni til að skrifa um eða grein sem mér finnst algjörlega nauðsynlegt að lesa þá og þegar. Ég er alltaf á leiðinni að byrja hugleiða eða finna einhverja frábæra og heilbrigða lausn til að fara að sofa á skikkanlegum tíma. Raunverulega sofna ég hins vegar yfirleitt yfir einhverju rusl sjónvarpsefni milli klukkan eitt og tvö.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. 4. mars 2023 10:00 Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Það fer eiginlega eftir því hvern þú spyrð. Ég held því statt og stöðugt fram að ég vakni með börnunum mínum klukkan sex alla daga en þær eru alls ekki sammála því. Ég geri allt sem í mínu valdi stendur til að fá að sofa örlítið lengur. Dætur mínar eyða miklum tíma í að lokka mig fram úr rúminu. Múta mér með bakklóri og að þær hafi sett kaffið af stað. Það endar hins vegar yfirleitt á því að þær ræna sænginni minni eða virkja móðurlega samviskubitið að þær séu að verða hungurmorða.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? ,,Þegar þær ná mér loksins fram úr setjumst við niður saman. Þær fá sér morgunmat og ég fæ mér kaffibolla. Yngri dóttir mín er jafn spilasjúk og ég svo að við byrjum flesta morgna á að spila og spjalla um það sem er framundan. Við gerum plön saman hvað við ætlum að gera þegar öllum okkar skyldum lýkur þann daginn. Vinsælast er að fara í sund, hjólatúr eða fá einhverja skemmtilega vini í heimsókn. Ég þarf svo alltaf að renna yfir fréttahringinn minn. Skanna helstu netmiðla og athuga hvað er að gerast í heiminum. Arfleifð frá fyrri tímum þegar ég starfaði á fréttastofunni og ég hef aldrei náð að venja mig af.“ Er einhver skemmtilegur málsháttur eða orðatiltæki sem þér dettur í hug og finnst alltaf eiga jafn vel við? „„Ef þú ferð ekki upp á fjallið færðu ekki útsýni yfir dalinn.“ Þetta er að einhverju leyti mjög mikil klisja en hefur verið einhvers konar form af lífsmottói. Líf mitt hefur tekið svo miklum stakkaskiptum undanfarin ár og ég hef ekkert alltaf vitað nákvæmlega hvert ég er að stefna. Það sem ég veit hins vegar fyrir víst er að ef ég reyni ekki, mun ekkert gerast.“ Tótla segist svolítið hrærast í skipulögðu kaósi, þó með góða yfirsýn yfir allt saman en viðurkennir að geta ekki lifað án skrifstofustýru samtakanna, hún sjái um að bóka allt hennar líf. Tótla er stöðugt að reyna að finna einhverja heilbrigða leið til að sofna fyrr á kvöldin, þó án árangurs til þessa.Vísir/Egill Aðalsteinsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að klára MBA nám frá Háskólanum í Reykjavík og er að klára lokaverkefnið mitt. Það er púsluspil að reyna að komast í að skrifa í hjáverkum með vinnu og blessuðum börnunum. Þó að námið mitt hafi verið ein sú skemmtilegasta áskorun sem ég hef tekið að mér og ég muni svo sannarlega sakna þess mikið þá get ég ekki beðið eftir því að klára ritgerðina. Ég held ég hafi samt loksins öðlast þann þroska að vera í háskólanámi fyrir mig, ekki einungis til að klára einhverja gráðu. Það er fátt skemmtilegra en að fá að læra nýja hluti.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég bý við þau einstöku lífsgæði að skrifstofustýran í vinnunni minni bókar allt líf mitt. Gæti ekki lifað án Bergrúnar. Ég lifi og hrærist alfarið út frá dagatalinu mínu. Sé hvaða fyrirlestrar eru framundan og undirbý mig fyrir það sem koma skal. Ég flyt erindi fyrir svo fjölbreytta hópa að ég er stöðugt að aðlaga efnið að því sem fólk getur nýtt sér í störfum sínum. Ég lifi svolítið út frá skipulögðu kaosi, ég veit hvar allt er og með fullkomna yfirsýn yfir það sem er að gerast en það er ekki nokkur leið fyrir neinn annan að ganga inn í það skipulag.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég á það til að vaka fram eftir. Ég virðist vera mest skapandi og virkust svona um það bil á þeirri mínútu sem ég legg höfuðið á koddann. Þá dettur mér í hug eitthvað nýtt efni til að skrifa um eða grein sem mér finnst algjörlega nauðsynlegt að lesa þá og þegar. Ég er alltaf á leiðinni að byrja hugleiða eða finna einhverja frábæra og heilbrigða lausn til að fara að sofa á skikkanlegum tíma. Raunverulega sofna ég hins vegar yfirleitt yfir einhverju rusl sjónvarpsefni milli klukkan eitt og tvö.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00 Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00 Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. 4. mars 2023 10:00 Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01
Vaknar við syngjandi uglu klukkan sex á morgnana Fyrir um tveimur mánuðum breyttist morgunrútína Þóreyjar Einarsdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Vísindagarða HÍ, all hressilega því þá lærði yngsta dóttirin á klukku og finnst tilvalið að stilla hana á hringingu klukkan sex á morgnana. 25. mars 2023 10:00
Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18. mars 2023 10:00
Eiginmaðurinn vakinn af snjallúri á meðan frúin sefur með eyrnatappa Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, náttúruverndarsinni, ræðismaður Spánar og verðandi amma, uppgötvaði eyrnatappa á næturnar fyrir ekkert svo löngu síðan. Og segir þá snilld. Inga byrjar daginn í tennis og bíður spennt eftir því að verða bráðum amma. 4. mars 2023 10:00
Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11. mars 2023 10:01