„Þegar þú átt ekki nóg er lítil verðhækkun mjög erfið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. apríl 2023 12:15 Bjarni segir verðhækkanir undanfarinna missera bíta skjólstæðinga hjálparstarfs kirkjunnar sérstaklega illa. Stór hópur fólks þarf að leita aðstoðar hjálparsamtaka um Páskana að sögn framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið og verðhækkanir undanfarinna missera eru farnar að bíta. Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“ Hjálparstarf Páskar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Páskarnir eru gjarnan nýttir til þess að hitta nána vini, njóta samveru og jafnvel gæða sér á á páskalambinu í faðmi fjölskyldunnar. Ferðalög eru venjan hjá mörgum og þá er um að gera að gera vel við sig. Fyrir aðra eru stórhátíðir tími fjárhagsáhyggja, óvissu og kvíða. Framkvæmdastjóri hjálparstarfskirkjunnar segir hátíðirnar erfiðar fyrir stóran hóp fólks. „Við tökum eftir því að það eru ákveðnir hópar sem eru í þeirru stöðu að geta ekki haft það eins gott um páskana eins og við hin. Stór hópur þarf að leita aðstoðar vegna bágrar stöðu, til dæmis þeir sem eru á örorkulífeyri eða eru á framfærslu sveitarfélaga. Þeir hafa greinilega of lítið á milli handanna og margir þeirra leita til okkar, til hjálparstarfs kirkjunnar.“ Bjarni segir fleiri og fleiri leita til hjálparsamtaka. „Á þessu ári höfum við fundið fyrir aukningu miðað við árið á undan. Ég vil bæta við líka að innflytjendur eru í enn erfiðari stöðu. Þeir eru á almennum leigumarkaði og hafa heldur ekki þetta tengslanet sem við hin höfum. Við finnum að staðan er að versna vegna þessara verðhækkana.“ Stöðugar hækkanir á nauðsynjavörum bíta þennan hóp sérstaklega. „Þegar þú átt ekki alveg nóg þá er lítil verðhækkun mjög erfið. Svo ef að þvottavélin bilar getur staðan orðið mjög erfið hjá mörgum sem leita til okkar. Þess vegna verður að gera eitthvað til þess að sporna við þessu gagnvart þessum hópi, þau hafa engin önnur ráð en að leita til okkar, það er bara þannig.“ Framfærsla lífeyrisþega og annarra lágtekjuhópa dugi einfaldlega ekki til. „Við viljum benda á þessa hluti. Húsnæðiskostnaður er alltof hár miðað við annan kostnað. Við viljum líka benda á að örorkulífeyrir og annað slíkt sem ríki og sveitarfélög standa fyrir dugir ekki til. Það verður að gera eitthvað til þess að bæta stöðu þessa fólks og þetta er ekki það stór hópur. Það hlýtur að vera hægt að bæta úr þessu.“
Hjálparstarf Páskar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira