Sverrir kom PAOK í forystu strax á sjöttu mínútu sem gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi í fyrri hálfleik þar sem PAOK hreinlega valtaði yfir Volos og leiddi með fjórum mörkum gegn engu í leikhléi.
Gestirnir náðu að klóra í bakkann í síðari hálfleik með tveimur mörkum en öruggur 4-2 sigur Sverris og félaga staðreynd.
PAOK í fjórða sæti deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Panathinaikos.