Hækkar yfirdráttinn til að sjá tvíburana sína á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Snædís María Jörundsdóttir með boltann í leik með Stjörnunni í fyrra. Hún er á leið á EM í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fótboltatvíburar úr Garðabæ munu spila fyrir Íslands hönd í lokakeppnum Evrópumóts U19-landsliða í sumar. Þau Snædís María og Sigurbergur Áki eiga ekki langt að sækja íþróttahæfileikana. Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla. Stjarnan Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Fótbolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Sjá meira
Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla.
Stjarnan Mest lesið Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Enski boltinn Fresta aftur réttarhöldunum í morðmáli heimsmeistarans Sport Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Sport Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Fótbolti Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Fótbolti Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Höskuldur besti leikmaður mótsins og Anton hlaut gullhanskann „Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“ „Þetta kjaftæði, það stoppar ekki Kópavoginn“ „Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ „Langbesta liðið í þessari deild“ Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Sjá meira